Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fékk tvö gul en var ekki rekin útaf
Mynd: Getty Images
Everton og Brighton gerðu 2-2 jafntefli í efstu deild kvenna í enska boltanum í gær og var Willie Kirk, stjóri Everton, steinhissa að leikslokum.

Everton var betra liðið í leiknum og stjórnaði gangi mála. Liðið leiddi allt þar til gestirnir frá Brighton jöfnuðu á 78. mínútu, en þremur mínútum síðar átti leikmaður gestanna að fjúka af velli með rautt spjald.

„Við verðum að tala um þetta, þetta er stórt atvik. Það er ótrúlegt að leikmaður skuli geta fengið tvö spjöld en haldið sér á vellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu," sagði Kirk við BBC að leikslokum.

„Rautt spjald á þessum tímapunkti hefði gefið okkur aukin tækifæri í sóknarleiknum á lokamínútunum mikilvægu. Þetta eru mjög pirrandi mistök."
Athugasemdir
banner
banner
banner