Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   lau 19. október 2024 20:24
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ofboðslega sáttur með að vinna leikinn, ofboðslega sáttur með karakterinn eftir að þeir jafna. Við vitum allir hvernig staðan er, við máttum ekki fá á okkur annað mark. Þá er draumurinn um úrslitaleikinn nánast úr sögunni. En í staðin fyrir að liggja á okkar teig og verja markið, þá bara förum við upp og gengum frá leiknum með frábæru marki. Við sóttum bara sigurinn sem sýnir mikinn karakter og mikinn styrk. Þannig ég er bara mjög ánægður með það."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir að liðið hans sigraði Stjörnuna 2-1 í kvöld. Það var mikið undir í leiknum og það mátti stundum sjá á leikmönnum. Halldór var þó ekki alveg sammála því að frammistaðan hafi ekki verið neitt frábær.

„Ég held ég hafi aldrei talað við þig og þér hefur fundist við vera góðir." Segir Halldór og hlær. „Við bara sjáum þetta öðrum augum, þetta var mjög taktískur leikur auðvitað. Stjarnan vill auðvitað galopna leikina og hafa þá fram og til baka. Við viljum það ekki, við viljum pressa á okkar forsendum og hafa stjórn á því sem við erum að gera. Við aðeins töldum rangt á köflum í fyrri hálfleik sem við náðum að leiðrétta í hálfleik. Stjarnan spilar auðvitað bara öðruvísi fótbolta en önnur lið, þeir spila maður á mann. Þeir spila 7 á móti 7, þú getur spilað inn í eigin D-boga 7 á 7 og spilað 3 á 3 restin af vellinum. Við viljum auðvitað spila meira 3 á 3 með 60 metra og þeirra mark nær. Við gerðum ekki nógu vel að koma boltanum í þær stöður, hvort það sé stress eða bara illa útfært ég veit það ekki. Leikirnir á móti Stjörnunni er bara annars eðlis, það er ekkert lið í heiminum sem spilar svona, það er annað hvort að leggjast til baka á móti þeim eða reyna að 'adjusta' og mér fannst við gera það ágætlega."

Leikur Víkings og ÍA fór fram fyrr í dag þar sem Víkingar unnu leikinn 4-3. Það var umdeilt atvik í uppbótartíma þar sem ÍA virtist hafa skorað sigurmarkið en það var dæmt af. Hefði ÍA unnið þann leik þá hefðu Breiðablik getað verið í bílstjórasætinu fyrir leikinn næstu helgi.

„Þetta var svona það langt frá okkar leik að það var engin leið að vera blokka þetta frá liðinu, enda höfum við ekki vanið okkur á það. Ég hef einblínt á það með liðið mitt að við getum stjórnað okkar eigin örlögum. Við gátum það fyrir leikinn, og við getum það eftir leikinn núna í dag. Auðvitað eru menn mannlegir og þetta eru auðvitað miklar tilfinninga sveiflur. Þetta er ekki bara leikurinn í dag heldur skora þeir líka með hendi á 97. mínútu í síðustu umferð, í leik þar sem það voru engar tafir í. Þetta er núna tveir leikir í röð þannig á einhverjum tímapunkti var maður bara, hvað er í gangi hérna? Við höfum verið ofboðslega góðir að einblína bara á okkur og að við séum með eigin örlög í eigin höndum. Það er það eina sem skiptir máli."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner