Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 19. október 2024 20:24
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ofboðslega sáttur með að vinna leikinn, ofboðslega sáttur með karakterinn eftir að þeir jafna. Við vitum allir hvernig staðan er, við máttum ekki fá á okkur annað mark. Þá er draumurinn um úrslitaleikinn nánast úr sögunni. En í staðin fyrir að liggja á okkar teig og verja markið, þá bara förum við upp og gengum frá leiknum með frábæru marki. Við sóttum bara sigurinn sem sýnir mikinn karakter og mikinn styrk. Þannig ég er bara mjög ánægður með það."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir að liðið hans sigraði Stjörnuna 2-1 í kvöld. Það var mikið undir í leiknum og það mátti stundum sjá á leikmönnum. Halldór var þó ekki alveg sammála því að frammistaðan hafi ekki verið neitt frábær.

„Ég held ég hafi aldrei talað við þig og þér hefur fundist við vera góðir." Segir Halldór og hlær. „Við bara sjáum þetta öðrum augum, þetta var mjög taktískur leikur auðvitað. Stjarnan vill auðvitað galopna leikina og hafa þá fram og til baka. Við viljum það ekki, við viljum pressa á okkar forsendum og hafa stjórn á því sem við erum að gera. Við aðeins töldum rangt á köflum í fyrri hálfleik sem við náðum að leiðrétta í hálfleik. Stjarnan spilar auðvitað bara öðruvísi fótbolta en önnur lið, þeir spila maður á mann. Þeir spila 7 á móti 7, þú getur spilað inn í eigin D-boga 7 á 7 og spilað 3 á 3 restin af vellinum. Við viljum auðvitað spila meira 3 á 3 með 60 metra og þeirra mark nær. Við gerðum ekki nógu vel að koma boltanum í þær stöður, hvort það sé stress eða bara illa útfært ég veit það ekki. Leikirnir á móti Stjörnunni er bara annars eðlis, það er ekkert lið í heiminum sem spilar svona, það er annað hvort að leggjast til baka á móti þeim eða reyna að 'adjusta' og mér fannst við gera það ágætlega."

Leikur Víkings og ÍA fór fram fyrr í dag þar sem Víkingar unnu leikinn 4-3. Það var umdeilt atvik í uppbótartíma þar sem ÍA virtist hafa skorað sigurmarkið en það var dæmt af. Hefði ÍA unnið þann leik þá hefðu Breiðablik getað verið í bílstjórasætinu fyrir leikinn næstu helgi.

„Þetta var svona það langt frá okkar leik að það var engin leið að vera blokka þetta frá liðinu, enda höfum við ekki vanið okkur á það. Ég hef einblínt á það með liðið mitt að við getum stjórnað okkar eigin örlögum. Við gátum það fyrir leikinn, og við getum það eftir leikinn núna í dag. Auðvitað eru menn mannlegir og þetta eru auðvitað miklar tilfinninga sveiflur. Þetta er ekki bara leikurinn í dag heldur skora þeir líka með hendi á 97. mínútu í síðustu umferð, í leik þar sem það voru engar tafir í. Þetta er núna tveir leikir í röð þannig á einhverjum tímapunkti var maður bara, hvað er í gangi hérna? Við höfum verið ofboðslega góðir að einblína bara á okkur og að við séum með eigin örlög í eigin höndum. Það er það eina sem skiptir máli."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner