Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   lau 19. október 2024 20:24
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ofboðslega sáttur með að vinna leikinn, ofboðslega sáttur með karakterinn eftir að þeir jafna. Við vitum allir hvernig staðan er, við máttum ekki fá á okkur annað mark. Þá er draumurinn um úrslitaleikinn nánast úr sögunni. En í staðin fyrir að liggja á okkar teig og verja markið, þá bara förum við upp og gengum frá leiknum með frábæru marki. Við sóttum bara sigurinn sem sýnir mikinn karakter og mikinn styrk. Þannig ég er bara mjög ánægður með það."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir að liðið hans sigraði Stjörnuna 2-1 í kvöld. Það var mikið undir í leiknum og það mátti stundum sjá á leikmönnum. Halldór var þó ekki alveg sammála því að frammistaðan hafi ekki verið neitt frábær.

„Ég held ég hafi aldrei talað við þig og þér hefur fundist við vera góðir." Segir Halldór og hlær. „Við bara sjáum þetta öðrum augum, þetta var mjög taktískur leikur auðvitað. Stjarnan vill auðvitað galopna leikina og hafa þá fram og til baka. Við viljum það ekki, við viljum pressa á okkar forsendum og hafa stjórn á því sem við erum að gera. Við aðeins töldum rangt á köflum í fyrri hálfleik sem við náðum að leiðrétta í hálfleik. Stjarnan spilar auðvitað bara öðruvísi fótbolta en önnur lið, þeir spila maður á mann. Þeir spila 7 á móti 7, þú getur spilað inn í eigin D-boga 7 á 7 og spilað 3 á 3 restin af vellinum. Við viljum auðvitað spila meira 3 á 3 með 60 metra og þeirra mark nær. Við gerðum ekki nógu vel að koma boltanum í þær stöður, hvort það sé stress eða bara illa útfært ég veit það ekki. Leikirnir á móti Stjörnunni er bara annars eðlis, það er ekkert lið í heiminum sem spilar svona, það er annað hvort að leggjast til baka á móti þeim eða reyna að 'adjusta' og mér fannst við gera það ágætlega."

Leikur Víkings og ÍA fór fram fyrr í dag þar sem Víkingar unnu leikinn 4-3. Það var umdeilt atvik í uppbótartíma þar sem ÍA virtist hafa skorað sigurmarkið en það var dæmt af. Hefði ÍA unnið þann leik þá hefðu Breiðablik getað verið í bílstjórasætinu fyrir leikinn næstu helgi.

„Þetta var svona það langt frá okkar leik að það var engin leið að vera blokka þetta frá liðinu, enda höfum við ekki vanið okkur á það. Ég hef einblínt á það með liðið mitt að við getum stjórnað okkar eigin örlögum. Við gátum það fyrir leikinn, og við getum það eftir leikinn núna í dag. Auðvitað eru menn mannlegir og þetta eru auðvitað miklar tilfinninga sveiflur. Þetta er ekki bara leikurinn í dag heldur skora þeir líka með hendi á 97. mínútu í síðustu umferð, í leik þar sem það voru engar tafir í. Þetta er núna tveir leikir í röð þannig á einhverjum tímapunkti var maður bara, hvað er í gangi hérna? Við höfum verið ofboðslega góðir að einblína bara á okkur og að við séum með eigin örlög í eigin höndum. Það er það eina sem skiptir máli."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner