Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 19. nóvember 2023 11:04
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Um 300 Íslendingar á leiknum í Lissabon
watermark Íslenskir stuðningsmenn í Slóvakíu.
Íslenskir stuðningsmenn í Slóvakíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða tæplega 300 Íslendingar á leiknum gegn Portúgal í Lissabon í kvöld en heildarfjöldi áhorfenda verður 47 þúsund manns. Íslendingar verða því 0,64% áhorfenda.

Leikvangurinn í Lissabon, José Alvalade leikvangurinn, tekur fleiri áhorfendur en vegna öryggis- og skipulagsmála er ekki selt í öll sæti.

75 íþróttafréttamenn starfa á leiknum og 46 ljósmyndarar. Fjórar sjónvarpsstöðvar verða með framleiðslu og beina lýsingu frá leikvangnum og tvær útvarpsstöðvar.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Leikurinn í kvöld hefur ekki mikið þýðingargildi. Portúgal er fyrir löngu búið að tryggja sér sigur í riðlinum en Ísland er að búa sig undir að fara í umspil í mars. Það má því segja að leikurinn í kvöld sé nánast æfingaleikur.
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Portúgal 10 10 0 0 36 - 2 +34 30
2.    Slóvakía 10 7 1 2 17 - 8 +9 22
3.    Lúxemborg 10 5 2 3 13 - 19 -6 17
4.    Ísland 10 3 1 6 17 - 16 +1 10
5.    Bosnía-Hersegóvína 10 3 0 7 9 - 20 -11 9
6.    Liechtenstein 10 0 0 10 1 - 28 -27 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner