Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Hefði eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 20. janúar 2026 14:06
Kári Snorrason
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Kvenaboltinn
Guðmundur Guðjónsson hefur tekið aftur við ÍR eftir rúmlega sjö ára fjarveru.
Guðmundur Guðjónsson hefur tekið aftur við ÍR eftir rúmlega sjö ára fjarveru.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn ÍR sendu frá sér yfirlýsingu eftir síðasta tímabil og sögðust ekki ætla að spila aftur fyrir félagið.
Leikmenn ÍR sendu frá sér yfirlýsingu eftir síðasta tímabil og sögðust ekki ætla að spila aftur fyrir félagið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR endaði í 10. sæti í 2. deildinni í fyrra.
ÍR endaði í 10. sæti í 2. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Guðjónsson tók við krefjandi verkefni er hann gerðist nýr þjálfari kvennaliðs ÍR fyrr í vetur. Leikmenn liðsins gáfu út yfirlýsingu eftir síðasta tímabil í kjölfar þess að fyrrum þjálfurum liðsins var sagt upp störfum og sögðust þeir ekki ætla spila aftur fyrir félagið.

Í yfirlýsingunni, sem 25 leikmenn liðsins skrifuðu undir, var fast skotið á stjórnarhætti félagsins og var þar sagt ríkja sinnuleysi, metnaðarleysi og virðingarleysi gagnvart kvennadeild ÍR.

Liðið endaði í 10. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en Guðmundur kemur til að taka við af Agli Sigfússyni og Kjartani Stefánssyni sem var sagt upp eftir síðasta tímabil.

Guðmundur snýr aftur til ÍR eftir rúmlega sjö ára fjarveru enn hann stýrði liðinu frá 2016 til 2018. Fótbolti.net ræddi við Guðmund um þær aðstæður sem biðu hans þegar hann tók við liðinu og komandi tímabil.

Afar krefjandi verkefni
„Ég fór í samtal við þá upp í ÍR og spurðu mig hvort ég væri til í að taka þetta verkefni að mér. Ég hef mjög gaman að krefjandi verkefnum og ákvað, eftir smá umhugsun, að slá til.

Ég vissi bara það sem ég hafði heyrt í fjölmiðlum. Ég tók ákvörðun um það að velta mér ekkert mikið upp úr þeim hlutum. Auðvitað spurði ég eitthvað, en ég leit á þetta sem svo að þetta var eitthvað sem gerðist áður en ég tók við liðinu og mitt verkefni var að byggja upp lið.“

Hvort sem það var með leikmönnum sem voru þar fyrir eða með nýjum leikmönnum. Allir leikmenn sem voru í fyrra eru velkomnir til baka - einhverjar hafa lýst yfir áhuga að gera það og einhverjar hafa mætt á æfingar. Aðrar hafa leitað á önnur mið og það er allt í lagi, hver velur hvað hann vill gera.“


Mikil óvissa í fyrstu
Hvernig voru aðstæðurnar þegar þú tókst við liðinu?
„Það var mikið af spurningum og mikil óvissa. Grunnurinn í félaginu er til staðar, ég vissi það. Aðstaðan er auðvitað frábær, allt upp á tíu og vel hugsað um allt.“

En varstu með einhverja leikmenn?
„Já, það eru ungar og metnaðarfullar stelpur sem hafa mætt þarna frá fyrsta degi. Ákveðnar í að halda tryggð við félagið og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem við erum að fara í.“

Ekki fundið fyrir metnaðarleysi
„Síður en svo, það er bara þvert á móti. Fólkið sem er í stjórn og kringum félagið vilja allt fyrir mig og stelpurnar í liðinu gera. Það er frekar að þau vilji gera meira heldur en minna. Þau bjóða mér endalausa hjálp við að gera hitt og þetta sem tengist félaginu. Ég get ekki sagt það að ég upplifi metnaðarleysi.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:42
Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að allir leikmenn liðsins hefðu skrifað undir yfirlýsinguna en það var ekki raunin. 25 leikmenn skrifuðu undir yfirlýsinguna.
Athugasemdir
banner
banner