Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 17. febrúar 2023 13:35
Elvar Geir Magnússon
Selles vill fastráðningu sem stjóri Southampton
Ruben Selles.
Ruben Selles.
Mynd: Getty Images
Southampton heimsækir Chelsea á morgun og Ruben Selles, bráðabirgðastjóri Southampton, ræddi við fjölmiðlamenn í dag. Hann fer ekki leynt með þá löngun sína að fá stjórastarfið til frambúðar.

„Já, ég vil starfið," segir Selles.

„Ef þú hefðir spurt mig fyrir þremur eða fjórum mánuðum hefði ég líka sagt já. Ég hef talið mig kláran síðustu fjögur ár. Ég tel mig tilbúinn í að taka þetta verkefni. En það er ekki mín ákvörðun og það er í fínu lagi."

„Ég get bara gert allt sem ég get. Ég er með liðið núna, við erum að leggja hart að okkur til að gera okkar besta. Ég er meira en til í að fá þetta starf til frambúðar."

Nathan Jones var rekinn á dögunum en hann er annar stjórinn sem Southampton rekur á tímabilinu. Áður var Ralph Hasenhuttl látinn fara.

„Ég er hreinskilinn maður, ég hef unnið að því að komast á þennan stað. Ég hef farið í gegnum öll stig fótboltans, ekki bara á Englandi heldur einnig annars staðar í heiminum. Það er lærdómsvegur sem ég er mjög stoltur af. Ég er stoltur af starfi mínu hjá öllum félögum sem ég hef verið hjá."

Selles er 39 ára gamall Spánverji sem hefur verið aðstoðarmaður hjá Southampton síðan á síðasta ári. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Qarabag, AGF, FCK og Southampton á sínum ferli.

Southampton er neðst í ensku úrvalsdeildinni en Telles segist hafa trú á því að geta bjargað liðinu frá falli. Á fréttamannafundinum í dag kom fram að Che Adams er tæpur fyrir leikinn á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner