
„Þetta var bara skemmtilegasti leikur við hefum spilað,'' segir Hallgrímur Dan Daníelsson, þjálfari KH, eftir 4-3 tap gegn Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Grótta 4 - 3 KH
„Skora 3 mörk gegn Lengjudeildarliði og vera bara nálægt því.''
„Ég vona bara að við höfum ekki verið að toppa okkur hérna í dag. Það var gott skipulag, við vorum búin að skoða aðeins hvernig þeir myndu pressa og sækja. Við lokuðum bara svæðunum þar.''
„Ég er mjög spenntur fyrir þessari 4. deild. Þetta er allt upp á líf og dauða í loka í tvær vikur. Getur unnið alla leiki í sumar og svo geriru tvö jafntefli í úrlsita kepninni og þú dettur út.'' segir Hallgrímur í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir