Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel ræðir mikilvægi Kanté - „Hann er okkar Mbappe, Van Dijk og De Bruyne"
N'Golo Kanté
N'Golo Kanté
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn N'Golo Kanté hefur átt erfitt tímabil með Chelsea en hann hefur aðeins byrjað 20 deildarleiki og verið mikið frá vegna meiðsla.

Kanté hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Chelsea síðustu ár og hefur fest sig í sessi bæði hjá félaginu og í franska landsliðinu.

Þetta tímabil hefur hins vegar ekki gengið klakklaust fyrir sig og hefur Kanté misst mikið úr vegna meiðsla.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir það hreinlega kraftaverk að liðið hafi náð 3. sæti deildarinnar án hans og benti á mikilvægi hans eftir 1-1 jafnteflið gegn Leicester.

„Hann er algjör lykil, lykilmaður en lykil, lykilmenn þurfa að vera inni á vellinum. Hann hefur bara spilað 40 prósent af leikjunum, þannig það er líklega kraftaverk að við höfum náð þriðja sætinu."

„Hann er okkar Mo Salah, okkar Van Dijk, okkar De Bruyne. Hann er einfaldlega þessi leikmaður fyrir okkur. Hann er okkar Neymar og Kylian Mbappe. Hann er náunginn sem gerir gæfumuninn og það er stórt vandamál þegar þú ert bara með hann í 40 prósent af leikjunum."

„Ef við skoðum bara þessar prósentur þá er það líklega kraftaverk að hann nær í úrslit. Þetta setur allt í samhengi þegar ég sá Liverpool án Van Dijk á síðasta tímabili og þeir áttu í þvílíkum erfiðleikum. Þú sérð muninn. N'Golo er lykilmaður hjá okkur og við þurfum hann á vellinum,"
sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner