Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   mán 20. maí 2024 17:52
Elvar Geir Magnússon
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar náðu stigi í Vestmannaeyjum eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald og lenda marki undir. Lokatölur 1-1.

„Við sýndum anda eftir að hafa lent undir og manni færri. Við náðum stiginu og vildum ná í þrjú stig í lokin. Þetta var einhver fíflagangur síðasta korterið," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir leikinn.

„Við komum með aðeins breytt leikplan, við vorum aðeins aftar og vildum leyfa þeim aðeins að vera með boltann. Við náðum samt ekki að nýta það vel þegar við fengum boltann."

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Þór

Sigurður segir hægt að réttlæta spjöldin tvö sem Jón Jökull Hjaltason fékk.

„Það var erfitt að dæma þetta, erfiðar aðstæður og menn að renna og öskur úr stúkunni og bekkjunum. Hann komst ágætlega frá þessu þannig."

„Það geta allir unnið alla, margir góðir leikmenn og góðir þjálfarar. Margt sem maður þarf að hafa í huga fyrir hvern einasta leik. Þegar liðin í þessari deild hafa verið að mæta efstu deildar liðunum hafa það verið jafnir leikir svo ég held að gæðin í deildinni og á liðunum séu mikil."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner