Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 20. maí 2024 17:52
Elvar Geir Magnússon
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar náðu stigi í Vestmannaeyjum eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald og lenda marki undir. Lokatölur 1-1.

„Við sýndum anda eftir að hafa lent undir og manni færri. Við náðum stiginu og vildum ná í þrjú stig í lokin. Þetta var einhver fíflagangur síðasta korterið," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir leikinn.

„Við komum með aðeins breytt leikplan, við vorum aðeins aftar og vildum leyfa þeim aðeins að vera með boltann. Við náðum samt ekki að nýta það vel þegar við fengum boltann."

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Þór

Sigurður segir hægt að réttlæta spjöldin tvö sem Jón Jökull Hjaltason fékk.

„Það var erfitt að dæma þetta, erfiðar aðstæður og menn að renna og öskur úr stúkunni og bekkjunum. Hann komst ágætlega frá þessu þannig."

„Það geta allir unnið alla, margir góðir leikmenn og góðir þjálfarar. Margt sem maður þarf að hafa í huga fyrir hvern einasta leik. Þegar liðin í þessari deild hafa verið að mæta efstu deildar liðunum hafa það verið jafnir leikir svo ég held að gæðin í deildinni og á liðunum séu mikil."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner