Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
   sun 20. júní 2021 20:39
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Atli Sveinn: Þetta var lífsnauðsynlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum léttir. Við þurftum lífsnauðsynlega á þessum sigri að halda bæði útaf stigum og líka útaf frammistöðunni. Við þurftum ýmislegt að sanna fyrir okkur sjálfum eftir afar dapran leik á móti Blikum síðast. Þetta var miklu betra í dag. Þetta var lífsnauðsynlegt," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfara Fylkis, eftir 3-1 heimasigur gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 ÍA

Fylkir spila 2 leiki á stuttu millibili í næstu viku en þeir eiga bikarleik gegn 4. deildar liði Úlfanna og síðan stuttu eftir eiga þeir Val á Hlíðarenda. Atli var spurður hvort hann muni stilla upp yngra liði fyrir bikarleikinn.

„Nei við förum af fullum krafti í þann leik. Bikarkeppnin er bikarkeppnin þannig að við stillum bara upp mjög sterku liði á móti Úlfunum."

Félagsskiptaglugginn opnar fyrir lið þann 29. júní og hafa Fylkismenn verið að skoða sig um og eru að leita að liðsstyrk.

„Já, við erum að skoða það af því að við höfum lent í fleiri meiðslum en við kannski bjuggumst við með Djair, Nikulás Val og Arnór Borg meðal annars. Svo missum við líka Birki út í skóla aftur í haust þannig að við erum svona að leita að því að styrkja okkur aðeins."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner