Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   sun 20. júní 2021 20:39
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Atli Sveinn: Þetta var lífsnauðsynlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum léttir. Við þurftum lífsnauðsynlega á þessum sigri að halda bæði útaf stigum og líka útaf frammistöðunni. Við þurftum ýmislegt að sanna fyrir okkur sjálfum eftir afar dapran leik á móti Blikum síðast. Þetta var miklu betra í dag. Þetta var lífsnauðsynlegt," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfara Fylkis, eftir 3-1 heimasigur gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 ÍA

Fylkir spila 2 leiki á stuttu millibili í næstu viku en þeir eiga bikarleik gegn 4. deildar liði Úlfanna og síðan stuttu eftir eiga þeir Val á Hlíðarenda. Atli var spurður hvort hann muni stilla upp yngra liði fyrir bikarleikinn.

„Nei við förum af fullum krafti í þann leik. Bikarkeppnin er bikarkeppnin þannig að við stillum bara upp mjög sterku liði á móti Úlfunum."

Félagsskiptaglugginn opnar fyrir lið þann 29. júní og hafa Fylkismenn verið að skoða sig um og eru að leita að liðsstyrk.

„Já, við erum að skoða það af því að við höfum lent í fleiri meiðslum en við kannski bjuggumst við með Djair, Nikulás Val og Arnór Borg meðal annars. Svo missum við líka Birki út í skóla aftur í haust þannig að við erum svona að leita að því að styrkja okkur aðeins."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner