Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Níunda umferðin í Bestu deildinni var leikin á miðvikudag og fimmtudag.
Aðra umferðina í röð er Oliver Ekroth í liðinu en hann kom Víkingum á bragðið í Vestmannaeyjum. Þórður Ingason var magnaður í marki Víkings og var besti maður vallarins.
Aðra umferðina í röð er Oliver Ekroth í liðinu en hann kom Víkingum á bragðið í Vestmannaeyjum. Þórður Ingason var magnaður í marki Víkings og var besti maður vallarins.
Þrír leikmenn úr sex marka leik KR og ÍA eru í liðinu. Atli Sigurjónsson er í liðinu í þriðja sinn í sumar en hann bæði skoraði og lagði upp í leiknum. Steinar Þorsteinsson gerði slíkt hið sama og var markið hans fyrsta í sumar. Eyþór Aron Wöhler var hins vegar besti maður vallarins - átti frábæran leik. Skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
Á nýjum Greifavelli enduðu leikar 2-2. Sveinn Margeir Hauksson var maður leiksins og þá var Fram 0-2 yfir þegar Gunnar Gunnarsson þurfti að fara af velli.
Í Keflavík var Adam Ægir Pálsson valinn besti maður vallarins gegn Stjörnunni. Adam í annað sinn í sumar í liði umferðarinnar. Óli Valur Ómarsson jafnar og hækkar um einn - er í liðinu í þriðja sinn í sumar.
Valur vann topplið Breiðabliks 3-2 á fimmtudagskvöldið og er með þrjá fulltrúa í liði umferðinnar. Aron Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins, hans fyrsta mark í sumar. Arnór Smárason lagði upp mark númer tvö með frábærri sendingu. Arnór er í liðinu í annað sinn í sumar. Heimir Guðjónsson er þá þjálfari umferðarinnar.
Sjá fyrri úrvalslið:
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir