Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KFÍA 
Árni Snær búinn að framlengja við ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson er búinn að framlengja samning sinn við ÍA út árið 2021. Þá verður hann búinn að spila fyrir meistaraflokk félagsins þrettán ár í röð.

Árni Snær hefur átt fast sæti í byrjunarliði Skagamanna undanfarin ár og er mikilvægur hlekkur í leikmannahópnum.

Árni er fæddur 1991 og á 150 leiki að baki fyrir ÍA samkvæmt vefsíðu KSÍ. Þá á hann fimm leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

„Árni Snær hefur verið lykilmaður í liði ÍA síðasta áratug og ávallt staðið fyrir sínu. Það er því gríðarlegt fagnaðarefni að hann skuli hafa framlengt samning sinn við félagið næstu tvö ár," sagði Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner