
„Ég er eiginlega orðlaus. Við vorum frábærar í fyrri hálfleik og fórum 6-0 yfir inn í hálfleikinn. Við héldum líklega að þetta væri komið og héldum boltanum kannski ekki eins vel og við hefðum viljað í seinni hálfleik. En mér fannst við gera vel og ég er stolt af öllum hér,“ sagði Lauren Wade, framherji Þróttar eftir 9-0 sigur á Grindavík í leik þar sem hún skoraði sjálf fimm mörk.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 - 0 Grindavík
„Stuðningurinn hefur verið magnaður. Allir krakkarnir eru mættir að styðja okkur og það er frábært að enda mótið svona. Allir leikmenn vilja vinna og það er það sem ég kom hingað til að gera,“ sagði Lauren sem er aðeins farin af stað í viðræðum við Þrótt um áframhaldandi samstarf.
Aðspurð um plön fyrir kvöldið svaraði Lauren:
„Hver veit? Hafa gaman.“
Hægt er að horfa á allt viðtalið við Lauren í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir