Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gummi Ben: Þetta er aldrei leikaraskapur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Pepsi Max-stúkunnu á Stöð2Sport ræddu þeir Gummi Ben og Baldur Sigurðsson um rauða spjaldið sem Birnir Snær Ingason, leikmaður HK, fékk í leik HK og Stjörnunnar í kvöld.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, gaf Birni sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald fyrir 'óíþróttamannslega framkomu'.

Þeir Baldur og Gummi höfðu sterkar skoðanir á þessu en þeir voru báðir sammála um að þetta var ekki leikaraskapur.

„Þetta er risastór ákvörðun, eins og þetta leit út við fyrstu sýn þá held ég að þetta hafi verið rangur dómur og þú ert að missa einn aðal markaskorara liðsins og líka það sem hann bíður uppá í sóknarleiknum svo þetta er rándýrt." sagði Baldur Sigurðsson.

„Mér þykir þú þurfa vera býsna viss um að einhver sé að henda sér niður til að taka þessa ákvörðun, það er enginn að segja mér það að Vilhjálmur Alvar hafi verið búinn að gleyma því að hann gaf honum gult spjald þremur mínútum áður." sagði Gummi Ben.

„Ég ætla ekki að fullyðra að þetta sé vítaspyrna en þetta er aldrei leikaraskapur, ef einhver ætlar að halda því fram við mig þá hefur sá hinn sami rangt fyrir sér."

„Ég er alveg sammála því, við sjáum að þetta er stöðubarátta og Óli Kalli hefur kannski betur í baráttunni og þess vegna fellur Birnir en þetta verðskuldar ekki seinna gula," sagði Baldur.

„Rétt að taka það fram ef það eru einhverjir dómarar sem halda það að þegar menn falla í teignum og það er ekki vítaspyrna að það eigi að vera gult spjald fyrir leikaraskap þá er það mikill misskilningur," sagði Gummi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner