þri 21. janúar 2020 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mike Dean sagði 40 sekúndur - „Þeir gáfust aldrei upp"
Newcastle gafst svo sannarlega ekki upp.
Newcastle gafst svo sannarlega ekki upp.
Mynd: Getty Images
Newcastle gafst svo sannarlega ekki upp í leik sínum gegn Everton í kvöld. Newcastle var 2-0 undir þegar uppbótartíminn hófst, en náði einhvern veginn að skora tvö mörk og jafna leikinn.

Varnarmaðurinn Florian Lejeune kom inn á sem varamaður á 70. mínútu - í stöðunni 2-0. Hann var hetja Newcastle, skoraði bæði mörkin í uppbótartímanum.

„Þetta er mjög merkilegt," sagði Steve Bruce, stjóri Newcastle, eftir leikinn. „Við höldum áfram að sýna þrautseigju. Við vorum þreytt lið í kvöld, en fundum einhvers staðar orku."

„Þegar við skoruðum þá sagði Mike Dean (dómarinn) að það væru 40 sekúndur eftir - þú hugsar með þér hvort þú getir skorað á 40 sekúndum. Við þurfum klárlega heppni, en strákarnir gáfust aldrei upp."

„Þetta var furðulegur leikur, klárlega, en þetta er frábært. Þetta sýnir bara að þú átt ekki að fara snemma af fótboltaleik."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner