banner
   lau 21. janúar 2023 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja stoðsending Alberts á tímabilinu - Gummi Tóta í sigurliði
Albert Guðmundsson lagði upp í sigri Genoa
Albert Guðmundsson lagði upp í sigri Genoa
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson lagði upp fyrra mark Genoa í 2-1 sigri á Benevento í B-deildinni á Ítalíu í dag.

KR-ingurinn hefur verið stórkostlegur í síðustu leikjum Genoa og hélt áfram góðu gengi sínu í dag.

Hann lagði upp fyrir Massimo Coda á 12. mínútu leiksins og var það þriðja stoðsending hans á tímabilinu.

Albert fór af velli á 62. mínútu í stöðunni 1-1. George Puscas skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Genoa er í 3. sæti með 39 stig.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Pisa sem gerði 2-2 jafntefli við Cesc Fabregas og félaga í Como. Pisa er í 6. sæti með 30 stig.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í 1-0 sigri OFI Crete á Asteras Tripolis í grísku úrvalsdeildinni. OFI er í 9. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner