Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 15:51
Elvar Geir Magnússon
Segir að Ögmundur fari ekki til PAOK
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Giannis Bitzidis, umboðsmaður Ögmundar Kristinssonar, seg­ir ekk­ert hæft í fregn­um þess efn­is að Ögmundur sé á leið frá AE Larissa til gríska meistaraliðsins PAOK.

Íslendingavaktin greinir frá.

Umboðsmaðurinn segir að Ögmundur sé enn í viðræðum við lið sitt AE Larissa um nýjan samning. Þar er íslenski markvörðurinn algjör lykilmaður.

Núverandi samningur Ögmundar við AE Larissa rennur út í sumar og nýverið var greint frá því að AEK frá Aþenu væri áhugasamt um að fá hann til liðs við sig.

Kayserispor frá Tyrklandi og Rangers frá Skotlandi hafa einnig verið nefnd til sög­unn­ar í þeim efn­um.

Ögmundur er 30 ára og hefur leikið 15 landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner