Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   þri 21. mars 2023 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar var hræddur eftir höggið: Sem betur fer gerðist ekkert
Icelandair
Sævar Atli fyrir æfingu hjá landsliðinu.
Sævar Atli fyrir æfingu hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er allt í toppstandi... ég er óvanur þessu og ég ætla að njóta til hins ítrasta," segir Sævar Atli Magnússon sem er með A-landsliðshópnum í München í Þýskalandi. Þar undirbýr liðið sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024.

Sævar hefur spilað tvo A-landsleiki en það voru vináttulandsleikir í janúar á þessu ári. Hann hefur verið að standa sig vel með Lyngby í Danmörku og fékk kallið í þetta verkefni.

Sævar fékk vont höfuðhögg í leik með Lyngby um liðna helgi og það þurfti að sauma átta spor við augabrún hans.

„Átta spor, hressandi. Þetta var aðeins of stór skurður og það verður áhugavert að sjá hvernig örið verður. Það var svekkjandi að fara út af," sagði Sævar.

Hann viðurkennir að hafa óttast það að hann myndi missa af landsliðsverkefninu.

„Ég fæ höggið og ætlaði að standa upp en sé að það fossblæðir. Læknateymið kemur inn á og það fyrsta sem ég heyri er 'hann er ekki að koma aftur inn á, hann er ekki að koma aftur inn á'. Mér fannst ég vera góður og ég vildi fara aftur inn á. En svo kom þessi hugsun 'fyrst ég er að fara út af þá er ég að fara að missa af landsliðsverkefninu, týpýskt'. Síðan var ég smá hræddur 20 mínútum eftir höggið að fá heilahristing. Ég var mjög stressaður en sem betur fer gerðist ekkert," sagði Sævar.

Hann segir að andinn sé mjög góður í hópnum fyrir leikinn á móti Bosníu. Honum líst hrikalega vel á verkefnið en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Lemstraðir frá Lyngby
Fagnaði þegar hann sá 'missed call' frá Arnari
Athugasemdir
banner