Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 21. mars 2023 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar var hræddur eftir höggið: Sem betur fer gerðist ekkert
Icelandair
Sævar Atli fyrir æfingu hjá landsliðinu.
Sævar Atli fyrir æfingu hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er allt í toppstandi... ég er óvanur þessu og ég ætla að njóta til hins ítrasta," segir Sævar Atli Magnússon sem er með A-landsliðshópnum í München í Þýskalandi. Þar undirbýr liðið sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024.

Sævar hefur spilað tvo A-landsleiki en það voru vináttulandsleikir í janúar á þessu ári. Hann hefur verið að standa sig vel með Lyngby í Danmörku og fékk kallið í þetta verkefni.

Sævar fékk vont höfuðhögg í leik með Lyngby um liðna helgi og það þurfti að sauma átta spor við augabrún hans.

„Átta spor, hressandi. Þetta var aðeins of stór skurður og það verður áhugavert að sjá hvernig örið verður. Það var svekkjandi að fara út af," sagði Sævar.

Hann viðurkennir að hafa óttast það að hann myndi missa af landsliðsverkefninu.

„Ég fæ höggið og ætlaði að standa upp en sé að það fossblæðir. Læknateymið kemur inn á og það fyrsta sem ég heyri er 'hann er ekki að koma aftur inn á, hann er ekki að koma aftur inn á'. Mér fannst ég vera góður og ég vildi fara aftur inn á. En svo kom þessi hugsun 'fyrst ég er að fara út af þá er ég að fara að missa af landsliðsverkefninu, týpýskt'. Síðan var ég smá hræddur 20 mínútum eftir höggið að fá heilahristing. Ég var mjög stressaður en sem betur fer gerðist ekkert," sagði Sævar.

Hann segir að andinn sé mjög góður í hópnum fyrir leikinn á móti Bosníu. Honum líst hrikalega vel á verkefnið en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Lemstraðir frá Lyngby
Fagnaði þegar hann sá 'missed call' frá Arnari
Athugasemdir
banner
banner
banner