Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 21. mars 2023 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar var hræddur eftir höggið: Sem betur fer gerðist ekkert
Icelandair
Sævar Atli fyrir æfingu hjá landsliðinu.
Sævar Atli fyrir æfingu hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er allt í toppstandi... ég er óvanur þessu og ég ætla að njóta til hins ítrasta," segir Sævar Atli Magnússon sem er með A-landsliðshópnum í München í Þýskalandi. Þar undirbýr liðið sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024.

Sævar hefur spilað tvo A-landsleiki en það voru vináttulandsleikir í janúar á þessu ári. Hann hefur verið að standa sig vel með Lyngby í Danmörku og fékk kallið í þetta verkefni.

Sævar fékk vont höfuðhögg í leik með Lyngby um liðna helgi og það þurfti að sauma átta spor við augabrún hans.

„Átta spor, hressandi. Þetta var aðeins of stór skurður og það verður áhugavert að sjá hvernig örið verður. Það var svekkjandi að fara út af," sagði Sævar.

Hann viðurkennir að hafa óttast það að hann myndi missa af landsliðsverkefninu.

„Ég fæ höggið og ætlaði að standa upp en sé að það fossblæðir. Læknateymið kemur inn á og það fyrsta sem ég heyri er 'hann er ekki að koma aftur inn á, hann er ekki að koma aftur inn á'. Mér fannst ég vera góður og ég vildi fara aftur inn á. En svo kom þessi hugsun 'fyrst ég er að fara út af þá er ég að fara að missa af landsliðsverkefninu, týpýskt'. Síðan var ég smá hræddur 20 mínútum eftir höggið að fá heilahristing. Ég var mjög stressaður en sem betur fer gerðist ekkert," sagði Sævar.

Hann segir að andinn sé mjög góður í hópnum fyrir leikinn á móti Bosníu. Honum líst hrikalega vel á verkefnið en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Lemstraðir frá Lyngby
Fagnaði þegar hann sá 'missed call' frá Arnari
Athugasemdir
banner
banner
banner