Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 21. maí 2023 19:57
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Ef þú værir veðmálamaður myndi ég ekki vita í hvað þú ættir að veðja á
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara brjálaður leikur eins og veðrið. Mér fannst þetta samt bara vera sanngjarn leikur. Bæði lið fengu færi og seinustu 20 mínúturnar voru örugglega skemmtilegar fyrir hlutlausaaugað en ekki fyrir þjálfaraaugað mitt.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu eftir 2-2 hörkujaftefli gegn Vestra.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Vestri

Davíð talaði um að fyrri hálfleikurinn hafi verið taktískur, hvernig metur þú þennan fyrri hálfleik.

„Já ég er nokkuð sammála. Aðstæðurnar fyrstu 20 mínúturnar voru alls ekki góðar en ég ætla mér ekki að nota það sem afsökun. Planið þeirra var mjög augljóst. Að vera þéttir á miðsvæðinu og sækja hratt á okkur þegar við gerum mistök. Ég get ekki gert lítið úr því þeir skoruðu þannig. En við erum ekki sáttir með það hvernig við brugðumst við. Davíð Smári hefur kannski rétt fyrir sér en seinustu 20 mínúturnar voru alls ekki taktískar.“

Gaf dómarinn þér einhverjar útskýringar á öðru marki Vestra?

„Mig langar að segja að þetta hafi verið röng ákvörðun en því miður var þetta bara rétt ákvörðun.“

Ertu sáttur með byrjunina á tímabilinu? 3 leikir og 3 jafntefli.

„Ég er alls ekki vonsvikinn. Ég hef ekki litið á töfluna en ég held að fá lið séu ósigruð. Ég held að það segi mikið til um hvernig deildin er. Ef þú ert veðmálamaður myndi ég ekki vita í hvað þú ættir að veðja á. Ég held að allir leikir muni vera mjög erfiðir. Við höfum ekkert byrjað mjög vel. Jafnvel á móti Víkingum, mér fannst við ekki spila vel þar þrátt fyrir nokkur ummæli hér og þar.“ sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu.

Viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner