
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 2 Vestri
Davíð talaði um að fyrri hálfleikurinn hafi verið taktískur, hvernig metur þú þennan fyrri hálfleik.
„Já ég er nokkuð sammála. Aðstæðurnar fyrstu 20 mínúturnar voru alls ekki góðar en ég ætla mér ekki að nota það sem afsökun. Planið þeirra var mjög augljóst. Að vera þéttir á miðsvæðinu og sækja hratt á okkur þegar við gerum mistök. Ég get ekki gert lítið úr því þeir skoruðu þannig. En við erum ekki sáttir með það hvernig við brugðumst við. Davíð Smári hefur kannski rétt fyrir sér en seinustu 20 mínúturnar voru alls ekki taktískar.“
Gaf dómarinn þér einhverjar útskýringar á öðru marki Vestra?
„Mig langar að segja að þetta hafi verið röng ákvörðun en því miður var þetta bara rétt ákvörðun.“
Ertu sáttur með byrjunina á tímabilinu? 3 leikir og 3 jafntefli.
„Ég er alls ekki vonsvikinn. Ég hef ekki litið á töfluna en ég held að fá lið séu ósigruð. Ég held að það segi mikið til um hvernig deildin er. Ef þú ert veðmálamaður myndi ég ekki vita í hvað þú ættir að veðja á. Ég held að allir leikir muni vera mjög erfiðir. Við höfum ekkert byrjað mjög vel. Jafnvel á móti Víkingum, mér fannst við ekki spila vel þar þrátt fyrir nokkur ummæli hér og þar.“ sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu.
Viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan