Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 21. maí 2023 19:57
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Ef þú værir veðmálamaður myndi ég ekki vita í hvað þú ættir að veðja á
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara brjálaður leikur eins og veðrið. Mér fannst þetta samt bara vera sanngjarn leikur. Bæði lið fengu færi og seinustu 20 mínúturnar voru örugglega skemmtilegar fyrir hlutlausaaugað en ekki fyrir þjálfaraaugað mitt.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu eftir 2-2 hörkujaftefli gegn Vestra.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Vestri

Davíð talaði um að fyrri hálfleikurinn hafi verið taktískur, hvernig metur þú þennan fyrri hálfleik.

„Já ég er nokkuð sammála. Aðstæðurnar fyrstu 20 mínúturnar voru alls ekki góðar en ég ætla mér ekki að nota það sem afsökun. Planið þeirra var mjög augljóst. Að vera þéttir á miðsvæðinu og sækja hratt á okkur þegar við gerum mistök. Ég get ekki gert lítið úr því þeir skoruðu þannig. En við erum ekki sáttir með það hvernig við brugðumst við. Davíð Smári hefur kannski rétt fyrir sér en seinustu 20 mínúturnar voru alls ekki taktískar.“

Gaf dómarinn þér einhverjar útskýringar á öðru marki Vestra?

„Mig langar að segja að þetta hafi verið röng ákvörðun en því miður var þetta bara rétt ákvörðun.“

Ertu sáttur með byrjunina á tímabilinu? 3 leikir og 3 jafntefli.

„Ég er alls ekki vonsvikinn. Ég hef ekki litið á töfluna en ég held að fá lið séu ósigruð. Ég held að það segi mikið til um hvernig deildin er. Ef þú ert veðmálamaður myndi ég ekki vita í hvað þú ættir að veðja á. Ég held að allir leikir muni vera mjög erfiðir. Við höfum ekkert byrjað mjög vel. Jafnvel á móti Víkingum, mér fannst við ekki spila vel þar þrátt fyrir nokkur ummæli hér og þar.“ sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu.

Viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner