Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 21. maí 2023 19:57
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Ef þú værir veðmálamaður myndi ég ekki vita í hvað þú ættir að veðja á
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara brjálaður leikur eins og veðrið. Mér fannst þetta samt bara vera sanngjarn leikur. Bæði lið fengu færi og seinustu 20 mínúturnar voru örugglega skemmtilegar fyrir hlutlausaaugað en ekki fyrir þjálfaraaugað mitt.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu eftir 2-2 hörkujaftefli gegn Vestra.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Vestri

Davíð talaði um að fyrri hálfleikurinn hafi verið taktískur, hvernig metur þú þennan fyrri hálfleik.

„Já ég er nokkuð sammála. Aðstæðurnar fyrstu 20 mínúturnar voru alls ekki góðar en ég ætla mér ekki að nota það sem afsökun. Planið þeirra var mjög augljóst. Að vera þéttir á miðsvæðinu og sækja hratt á okkur þegar við gerum mistök. Ég get ekki gert lítið úr því þeir skoruðu þannig. En við erum ekki sáttir með það hvernig við brugðumst við. Davíð Smári hefur kannski rétt fyrir sér en seinustu 20 mínúturnar voru alls ekki taktískar.“

Gaf dómarinn þér einhverjar útskýringar á öðru marki Vestra?

„Mig langar að segja að þetta hafi verið röng ákvörðun en því miður var þetta bara rétt ákvörðun.“

Ertu sáttur með byrjunina á tímabilinu? 3 leikir og 3 jafntefli.

„Ég er alls ekki vonsvikinn. Ég hef ekki litið á töfluna en ég held að fá lið séu ósigruð. Ég held að það segi mikið til um hvernig deildin er. Ef þú ert veðmálamaður myndi ég ekki vita í hvað þú ættir að veðja á. Ég held að allir leikir muni vera mjög erfiðir. Við höfum ekkert byrjað mjög vel. Jafnvel á móti Víkingum, mér fannst við ekki spila vel þar þrátt fyrir nokkur ummæli hér og þar.“ sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu.

Viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner