Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
   þri 21. maí 2024 22:49
Haraldur Örn Haraldsson
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Magnússon leikmaður Fram var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Úlfarsárdalnum.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Bara hörkuleikur, Skagamenn eru með hörku lið og við erum með hörku lið. Þannig að þetta var bara frábær skemmtun."

Guðmundur skoraði mark Framara í dag og er þá kominn með 3 mörk í deildinni.

„Ég er bara að komast í betra og betra stand, meira 'game fit', svo er það bara að halda áfram. Ég hefði getað skorað svona fimm mörk í bikar leiknum á föstudaginn, og þú veist þetta kemur bara."

Guðmundur átti tvö mjög góð færi áður en hann skoraði markið sitt. Hann segir að það hafi verið gott að sjá boltan í netinu eftir að hann klikkaði á þeim.

„Fyrra skotið mitt var svona, ég hefði getað gert betur. En svo fékk ég færi í byrjun seinni hálfleiks. Þar gerði markmaðurinn bara vel, lokaði vel á mig. Það var sætt að sjá hann í netinu síðan."

Framarar sitja í 4. sæti deildarinnar eftir 7 leiki og það er töluvert ofar en þeim var spáð. 

„Ég held að við höfum bara smollið rétt fyrir mót. Við áttum tvo góða æfingaleiki rétt fyrir mót, og þá fengu menn svona trúnna, við fundum okkar kerfi, og mönnum líður vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner