Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mið 21. ágúst 2024 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Áður óséð efni frá fyrirliðanum - „Sennilega stærsti sigurinn á ferlinum"
Átti magnaðan leik gegn KR.
Átti magnaðan leik gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar hefur skorað tvö mörk í fimmtán leikjum í Bestu.
Elmar hefur skorað tvö mörk í fimmtán leikjum í Bestu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur oft spilað með jafnaldra sínum Pétri Bjarnasyni.
Hefur oft spilað með jafnaldra sínum Pétri Bjarnasyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eskelinen átti frábæran leik í marki Vestra.
Eskelinen átti frábæran leik í marki Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við þurfum að vera vel gíraðir út tímabilið'
'Við þurfum að vera vel gíraðir út tímabilið'
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, átti eftirminnilegan leik síðasta laugardag. Hann bæði skoraði og lagði upp í leiknum og í lok leiks gat hann fagnað sigri á KR og fyrsta sigri Vestra á heimavelli í efstu deild.

„Ég er ekki mikið búinn að hugsa út í það, auðvitað er stórt að vinna KR, það er einn af stærstu klúbbum á landinu, og geggjað að vinna þá hérna á heimavelli. Ég veit ekki hvort þetta sé stærsti sigurinn, en jú sennilega ef maður hugsar út í það," segir Elmar sem var að smíða þegar Fótbolti.net heyrði í honum.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Það gekk nokkurn veginn allt upp. Við ætluðum að sitja svolítið til baka, leyfa þeim að koma á okkur og beita skyndisóknum. Það gekk bara vel. Auðvitað fengu þeir sín færi og William (Eskelinen) í markinu var náttúrulega geggjaður í þessum leik og vörnin alveg 'solid'. Á öðrum degi hefðum við kannski getað fengið mark á okkur, en stundum er maður heppinn og þetta varð niðurstaðan um helgina."

Fyrsti leikurinn í vængbakverði
Elmar hefur skorað tvö mörk í sumar, annað markið hans í sumar kom Vestra 2-0 yfir gegn KR á laugardag. Fyrir tímabilið hafði hann einungis skorað þrjú deildarmörk á öllum ferlinum.

„Nei, ég hef aldrei skorað og lagt upp í sama leiknum. Maður er nú ekki mikið að skora og ekki heldur mikið í því að leggja upp. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég spila í vængbakverði. Planið fyrir leik var kannski að vera framar en vanalega, en planið var kannski ekki að skora og leggja upp. Geggjað að það hafi gengið eftir."

„Ég var mjög mikið að vanda mig að hitta markið, ég sá að boltinn var að koma á vinstri löppina og ég er réttfættur. Ég set boltann eiginlega á mitt markið og er svolítið heppinn að hann hafi endað inni."

„Varðandi stoðsendinguna þá hef ég spilað mjög lengi með Pétri og veit sirka hvar hann er alltaf í teignum. Ég held að hann hafi verið einn inn á teignum þegar ég átti sendinguna. Þetta var góður bolti og geggjað 'finish' hjá Pétri líka þótt boltinn hafi komið við varnarmann á leiðinni í netið, því það er ekkert auðvelt að taka boltann á lofti með vinstri fyrir réttfættan mann."


Geggjað að geta gefið stuðningsfólkinu sigur
Hvernig var tilfinningin að vinna KR?

„Þetta var bara geðveikt. Við vorum búnir að bíða svolítið lengi eftir sigri. Hvort sem það hefði verið KR eða eitthvað annað lið, þá var sigur rosalega mikilvægur á þessum tímapunkti."

„Við vorum kannski ekkert mikið að tala um það, en jú auðvitað fer það aðeins í hausinn á manni að vera ekki búnir að vinna á okkar heimavelli. Þetta var meira bara pirrandi að geta ekki sýnt fólkinu okkar hér fyrir vestan betri frammistöðu en við höfðum átt í leikjunum á undan. Þau áttu meira skilið, hafa mætt á alla leiki í öllum veðrum til að styðja okkur. Það var geggjað að geta gefið þeim loksins eitthvað til baka."


Talandi um veðrið þá voru aðstæður ekki frábærar á Ísafirði síðasta laugardag, 4-5 gráður og rigning.

„Þetta var ekki merkilegt, var veður eins og það væri 30. september."

Betra að koma heim eftir sigur
Vestramenn voru ekkert að missa sig í fagnaðarlátunum.

„Við erum ennþá í mikilli fallbaráttu og fórum fljótlega að einbeita okkur að næsta leik. Að sjálfsögðu var vel fagnað inn í klefa, það var kærkomið. Það er líka betra að koma heim til fjölskyldunnar eftir sigurleik, þá er maður ekki fúll og leiðinlegur."

Brattir og bjartsýnir
Vestri er núna stigi fyrir ofan fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir fram að tvískiptingu.

„Við erum bara brattir og bjartsýnir. Það er búinn að vera góður stígandi hjá okkur og vonandi náum við bara að halda því eitthvað áfram. Það er ekki mikið eftir af þessu móti, þó að tímalega sé talsvert eftir. Þetta eru ekki nema átta leikir. Við þurfum að vera vel gíraðir út tímabilið," segir Elmar.

Næsti leikur Vestra er gegn Val á útivelli næsta sunnudag.

Innkastið - Blikar gripu loks gæsina og vond ára yfir Val
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner