Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mið 21. ágúst 2024 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Joao Felix til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur gengið frá kaupum á Joao Felix frá Atletico Madrid. Kaupverðið er rúmlega 46 milljónir punda. Chelsea greiðir 42 milljónir punda og svo getur verðmiðinn hækkað um 4,3 milljónir punda út frá árangurstengdum gjöldum. Hann skrifar undir sex ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.

Felix er 24 ára Portúgali sem keyptur var til Atletico frá Benfica árið 2019 fyrir 113 milljónir punda. Það er fjórða hæsta upphæð sem greidd hefur verið leikmann í sögu fótboltans.

Felix þekkir til hjá Chelsea því hann var á láni hjá félaginu fyrri hluta ársins 2023 og skoraði þá fjögur deildarmörk í sextán leikjum.

Chelsea seldi Conor Gallagher til Atletico og var búið að semja við Atletico um að kaupa leikmann af þeim á móti. Felix var ekki upprunalega skotmark Chelsea en ekki gekk að fá Samu Omorodion og næstur á lista var Felix.

Felix var hjá Barcelona á síðasta tímabili og skoraði þar tíu mörk í 44 leikjum.

Hann er tíundi leikmaðurinn sem Chelsea fær til sín í sumar og er Chelsea nú það félag sem hefur eytt hæstu upphæðinni í leikmenn í sumar, eða alls 202,6 milljónum punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner