Sparkspekingurinn Jamie Carragher segist ekkert botna í innkaupastefnu Chelsea og varar leikmenn við því að fara til félagsins.
Chelsea er með gríðarlega marga leikmenn en níu leikmenn hafa verið keyptir síðan Enzo Maresca tók við. Þá er Joao Felix á leið í læknisskoðun en hann verður keyptur frá Atletico Mardrid.
Maresca þurfti að skilja marga leikmenn eftir utan hóps í tapinu gegn Manhester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.
Chelsea er með gríðarlega marga leikmenn en níu leikmenn hafa verið keyptir síðan Enzo Maresca tók við. Þá er Joao Felix á leið í læknisskoðun en hann verður keyptur frá Atletico Mardrid.
Maresca þurfti að skilja marga leikmenn eftir utan hóps í tapinu gegn Manhester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.
„Chelsea verður að hætta að kaupa og kaupa leikmenn. Leikmenn verða að hætta að semja við Chelsea. Ef ég væri leikmaður þá myndi mér ekki detta í hug að semja við Chelsea," segir Carragher.
„Eina ástæðan er að umboðsmaðurinn segir að við fáum mikinn pening með sjö ára samningi. En fyrir leikmannaferilinn er betra að gera fjögurra ára samning við annað félag."
„Þeir keyptu Pedro Neto fyrir viku síðan, hvar er hann að fara að spila þegar þú ert með Cole Palmer? Það þarf samkeppni um stöður en það samsetningin á þessum leikmannahópi hjá Chelsea er galin. Hvernig ætlar þú að mynda heild í klefanum með 40 leikmenn?"
Athugasemdir