Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlægilegustu kaup Chelsea hingað til
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Felix lék áður með Chelsea á láni.
Felix lék áður með Chelsea á láni.
Mynd: EPA
„Chelsea hefur náð samkomulagi við Atletico, en af hverju?"

Svona byrjar grein sem fjölmiðlamaðurinn Will Ford skrifar fyrir Football365 í dag. Þar veltir hann því fyrir sér af hverju í ósköpunum Chelsea er að kaupa Joao Felix frá Atletico Madrid.

Felix er búinn í læknisskoðun og er að ganga í raðir Chelsea frá Atletico fyrir 46 milljónir punda. Conor Gallagher mun fara í hina áttina, frá Chelsea til Atletico.

Chelsea er með gríðarlega marga leikmenn, sérstaklega framarlega á vellinum. Raheem Sterling var utan hóps í fyrsta leik og var ósáttur við það. Núna ætlar Lundúnafélagið að bæta Felix, sem spilar bara fremstu stöðurnar, í þennan gríðarstóra leikmannahóp sinn. Hann virðist alls ekki vera leikmaður sem Chelsea þarf; einhver lúxusleikmaður fremst á vellinum.

Ford segir að kaupin á Felix séu einfaldlega þau hlægilegustu hingað til hjá Chelsea eftir að Todd Boehly og fjárfestahópur hans tók við eignarhaldi á félaginu. Felix, sem er 24 ára, lék með Chelsea á láni 2023 og gerði þá ekki mikið jákvætt. Spilamennska hans olli vonbrigðum.

„Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá eftir að hafa séð það af eigin raun: Annar hæfileikaríkur leikmaður en á endanum annar vonbrigðaframherji sem á í vandræðum með að að klára færi," segir í greininni og bætir Ford við að kaupin séu líklega bara gerð til að koma Gallagher til Atletico og til þess að Chelsea geti þá skráð hreinan gróða inn í bókhaldið því Gallagher er uppalinn. Það muni hjálpa félaginu að standast fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar.

Felix var einn efnilegasti leikmaður í heimi þegar Atletico keypti hann frá Benfica fyrir 126 milljónir evra sumarið 2019 en hann olli miklum vonbrigðum í spænsku höfuðborginni. Núna fær hann félagaskipti til London í óreiðuna og kaosið sem Chelsea er.
Athugasemdir
banner
banner
banner