Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. september 2021 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Holland sundurspilaði vörn Íslands
Icelandair
Holland er með 1-0 forystu.
Holland er með 1-0 forystu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er 1-0 undir gegn Hollandi í fyrsta leik okkar í undankeppni HM. Leikið er á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Holland

Ísland byrjaði leikinn ágætlega og komst Sveindís Jane Jónsdóttir mjög nálægt því að skora snemma leiks. Sveindís hefur farið illa með bakvörð Hollands til að byrja með.

En það var Holland sem tók forystuna í leiknum á 23. mínútu leiksins.

„Hollendingar spila vörn Íslendinga í sundur og á endanum á Jackie Groenen flotta sendingu á Danielle van de Donk sem klárar snyrtilega," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í beinni textalýsingu frá leiknum þegaar Van de Donk, leikmaður Lyon, kom Hollandi yfir.

Varnarleikur Íslands í markinu ekki upp á marga fiska og spurning hvort Sandra hefði getað gert betur í markinu. Það hefði klárlega verið hægt að gera betur.


Athugasemdir
banner
banner
banner