Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 13:19
Brynjar Ingi Erluson
Dramatískt jafntefli hjá Íslendingaliði Düsseldorf - Jón Dagur spilaði í sigri
Ísak og Valgeir eru á toppnum í þýsku B-deildinni
Ísak og Valgeir eru á toppnum í þýsku B-deildinni
Mynd: Fortuna Düsseldorf
Nokkrir Íslendingar spiluðu í hádegisleikjunum í Evrópuboltanum í dag.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði dramatískt 2-2 jafntefli við Köln.

Skagamaðurinn lék allan leikinn hjá Düsseldorf en Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Á fimmtu mínútu í uppbótartíma gerði Jona Niemic jöfnunarmarkið og er liðið því áfram taplaust á toppnum í þýsku B-deildinni með 14 stig.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn af bekknum í hálfleik er Hertha Berlín vann Nürnberg, 2-0. Hertha Berlín er í 7. sæti með 10 stig.

Davíð Kristján Ólafsson kom inn á sem varamaður hjá Cracovia er liðið lagði Puszcza að velli, 2-1, í pólsku úrvalsdeildinni. Cracovia er í öðru sæti með 19 stig, eins og topplið Lech Poznan, en með slakari markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner