Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 13:26
Brynjar Ingi Erluson
England: Jackson funheitur í öruggum sigri Chelsea
Nicolas Jackson tók 'Thriller' fagnið
Nicolas Jackson tók 'Thriller' fagnið
Mynd: Getty Images
West Ham 0 - 3 Chelsea
0-1 Nicolas Jackson ('4 )
0-2 Nicolas Jackson ('18 )
0-3 Cole Palmer ('47 )

Chelsea er komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið öruggan 3-0 sigur á West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í dag.

Gestirnir fengu draumabyrjun í leiknum. Jadon Sancho fékk boltann eftir stutta aukaspyrnu, lagði hann út á Nicolas Jackson sem hljóp upp allan vinstri vænginn og í átt að teignum. Færið var þröngt, en hann sá glufu á milli lappa Alphonse Areola, nýtti hana og setti boltann í netið.

Senegalinn var aftur á ferðinni fjórtán mínútum síðar. Eftir gott spila gestanna var það Moises Caicedo sem þræddi boltann í gegn á Jackson sem kláraði af mikilli yfirvegun. Fjórða deildarmark hans á tímabilinu.

Heimamenn vildu fá vítaspyrnu á 28. mínútu er Wesley Fofana reif Crysencio Summerville niður í teignum, en fengu ekki. Fofana stálheppinn að fá ekki á sig víti.

Snemma í síðari hálfleik bætti Cole Palmer við þriðja markinu eftir hraða skyndisókn. Gestirnir spiluðu boltanum vel sín á milli áður en Jackson tók á rás upp völlinn. Hann var með Palmer sér við hlið og lagði boltann á Englendinginn sem gerði út um leikinn.

Fimmtán mínútum fyrir leikslok var Christopher Nkunku nálægt því að gera fjórða markið en Areola varði skalla hans.

Glæsileg frammistaða hjá Chelsea sem virðist vera að finna taktinn undir nýjum stjóra. Chelsea er nú í öðru sæti með 10 stig á meðan West Ham er áfram með 4 stig í 14. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner