Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net bikarinn: KFA og Selfoss mætast í úrslitum á Laugardalsvelli
Selfyssingar mæta KFA í úrslitum á föstudag
Selfyssingar mæta KFA í úrslitum á föstudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA vann Tindastól
KFA vann Tindastól
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Gonzalo Zamorano skoraði tvö fyrir Selfyssinga
Gonzalo Zamorano skoraði tvö fyrir Selfyssinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA og Selfoss munu leika til úrslita í Fótbolta.net bikarnum en þetta varð ljóst eftir úrslit dagsins.

KFA lagði Tindastól að velli, 2-1, í Fjarðabyggðarhöllinni.

Stólarnir, sem unnu 4. deildina á dögunum, voru ekki lengi að koma sér í forystu en markið gerði Dominic Louis Furness eftir klafs í vítateignum.

Heimamenn svörðuðu aðeins tveimur mínútum síðar með laglegu marki EIðs Orra Ragnarsson fyrir utan teig. Boltinn fór alveg upp við stöng og staðan jöfn.

KFA var með stjórn á leiknum meira og minna allan fyrri hálfleikinn og færin á báða bóga, en mörkin urðu ekki fleiri fyrir hálfleik.

Sigurmark leiksins gerði Marteinn Már Sverrisson á 69. mínútu. Nikola Stoisavljevic hafði varið skot Jacques Sandeu, en Marteinn var mættur til að klára færið.

Stólarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en allt kom fyrir ekki og lokatölur 2-1 fyrir KFA sem er á leið í úrslit bikarsins í fyrsta sinn.

Auðvelt hjá Selfyssingum

Selfoss vann öruggan 4-1 sigur á Árbæ á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Heimamenn tóku forystuna á 6. mínútu er Gonzalo Zamorano kom boltanum í netið með skoti í slá og inn. Nacho Gil átti fyrirgjöf meðfram grasinu, sem Elvar Freyr Jónsson potaði í átt til Gonzalo sem var vel vakandi í teignum.

Alexander Clive Vokes tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu. Aron Fannar Birgisson sendi boltann í gegn á Vokes sem var í þröngri stöðu, en náði að vippa boltanum skemmtilega yfir Bartosz Matoga í markinu.

Í síðari hálfleiknum fengu Árbæingar tvö mjög góð færi til að minnka muninn, en það átti eftir að koma í bakið á þeim. Aron Fannar gerði þriðja markið eftir sendingu frá Gonzalo þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en Árbæingar svöruðu tveimur mínútum síðar með marki Ragnars Páls Sigurðssonar eftir undirbúning Daníels Gylfasonar.

Aðeins mínútu síðar gátu Árbæingar minnkaði muninn niður í eitt mark en boltinn í stöng. Mörg færi sem fóru forgörðum hjá þeim.

Selfyssingar gerðu út um leikinn á lokamínútunum. Gonzalo með sitt annað mark. Aron Fannar renndi boltanum inn á Gonzalo sem sem skoraði.

Gonzalo og Aron Fannar í essinu sínu í dag og Selfyssingar komnir í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins. Liðið á möguleika á að gera þetta að ógleymanlegu tímabili, en liðið kom sér upp í Lengjudeildina á dögunum með því að vinna 2. deild og stefnir nú að því að vinna tvöfalt.

Úrslitaleikurinn fer fram 27. september og verður spilaður á Laugardalsvelli.

Úrslit og markaskorarar:

KFA 2 - 1 Tindastóll
0-1 Dominic Louis Furness ('4 )
1-1 Eiður Orri Ragnarsson ('6 )
2-1 Marteinn Már Sverrisson ('69 )
Lestu um leikinn

Selfoss 4 - 1 Árbær
1-0 Gonzalo Zamorano Leon ('6 )
2-0 Alexander Clive Vokes ('25 )
3-0 Aron Fannar Birgisson ('80 )
3-1 Ragnar Páll Sigurðsson ('82 )
4-1 Gonzalo Zamorano Leon ('90 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner