Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 21. nóvember 2020 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö stærstu nöfn MLS-deildarinnar úr leik í úrslitakeppninni
David Beckham.
David Beckham.
Mynd: Getty Images
Úrslitakeppnin í MLS-deildinni í Norður-Ameríku er að komast á fulla ferð. Tvö stærstu nöfn deildarinnar eru nú þegar fallin úr leik.

Spilaðir voru færri leikir í deildinni í ár vegna kórónuveirufaraldursins og í austurdeildinni, sem telur 14 lið, spiluðu fjögur lið upp á síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni.

New England Revolution hafði betur gegn Montreal Impact, þar sem sigurmark kom á 95. mínútu, og þá lagði Nashville lið Inter Miami að velli, 3-0. Bæði Nashville og Miami eru á sínu fyrsta tímabili í deildinni.

Gonzalo Higuain spilaði ekki með Inter Miami þar sem hann greindist með kórónuveiruna.

Lærisveinar Thierry Henry í Montreal eru úr leik ásamt Miami, sem er í eigu David Beckham. Óhætt er að segja að Henry og Beckham séu tvö stærstu nöfn deildarinnar. Báðir eru goðsagnir í fótboltaheiminum.

Guðmundur Þórarinsson og félagar í New York City FC eiga leik gegn Orlando City síðar í dag, en í liði Orlando er Nani, fyrrum leikmaður Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner