Varnarmaðurinn Jón Ingason í ÍBV verður ekki með á þessu tímabili eftir að hafa meiðst illa á æfingu í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum.
Hann er með slitið krossband, slitið liðband og rifinn liðþófa en þetta kom í ljós við skoðun í gær.
Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV en Jón var valinn leikmaður ársins 2020 hjá Eyjamönnum.
Hann er með slitið krossband, slitið liðband og rifinn liðþófa en þetta kom í ljós við skoðun í gær.
Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV en Jón var valinn leikmaður ársins 2020 hjá Eyjamönnum.
Jón er 25 ára og er uppalinn hjá ÍBV. Hann lék með Grindavík 2017-2019 en gekk aftur í raðir Eyjamanna fyrir síðasta tímabil.
ÍBV hafnaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar á síðasta ári.
![](/images/news/401000/401157/700w.jpg)
Athugasemdir