Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kristófer tapaði og Jason sigraði - Milos úr leik í undanúrslitum
Mynd: Triestina
Mynd: Grimsby
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins á Ítalíu og Englandi.

Kristófer Jónsson lék allan leikinn í hægri bakvarðarstöðunni hjá Triestina er liðið tapaði gegn Giana Erminio í C-deild ítalska boltans.

Leikurinn var nokkuð jafn en heimamenn nýttu færin sín betur og skópu að lokum 3-0 sigur. Niðurstaðan er skellur fyrir Triestina sem er í harðri fallbaráttu og hefði getað lyft sér upp úr fallsæti með sigri.

Triestina er með 33 stig eftir 33 umferðir en liðið fékk dæmd fimm mínusstig og er þess vegna í fallsæti sem stendur.

Í þriðju efstu deild á Englandi var Benoný Breki Andrésson ekki í hóp í 1-0 tapi Stockport County gegn Wrexham, en Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby í fjórðu efstu deild og lék allan leikinn í sigri.

Grimsby vann verðskuldaðan sigur á Newport County og er áfram í harðri baráttu um umspilssæti.

Að lokum mættu lærlingar Milos Milojevic til leiks í undanúrslitum deildabikarsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Milos stýrir liði Al-Wasl sem vann fyrri undanúrslitaleikinn 1-0 á heimavelli en lenti þremur mörkum undir gegn Al-Jazira í kvöld.

Al-Jazira leiddi 3-0 í leikhlé en Al-Wasl skipti um gír í seinni hálfleik og fékk góð færi til að skora. Boltinn rataði þó ekki í netið fyrr en alltof seint þar sem Al-Wasl tókst að minnka muninn á 75. mínútu en ekki jafna metin.

Úrslit seinni leiksins 3-1 og lokatölur einvígisins því 3-2 fyrir Al-Jazira sem fer áfram í úrslitaleikinn.

Nabil Fekir var í byrjunarliði Al-Jazira og skoraði eitt markanna.

Giana Erminio 3 - 0 Triestina

Wrexham 1 - 0 Stockport County

Grimsby 1 - 0 Newport County

Al-Jazira 3 - 1 Al-Wasl
(3-2 samanlagt)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner