Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   lau 22. mars 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fylgist með Xavi Simons og Kenan Yildiz
Xavi Simons hefur komið að 13 mörkum í 25 leikjum með Leipzig á tímabilinu.
Xavi Simons hefur komið að 13 mörkum í 25 leikjum með Leipzig á tímabilinu.
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Manchester United sé á höttunum eftir nýjum framherja í sumar.

Þar eru nafnarnir Viktor Gyökeres og Victor Osimhen efstir á óskalistanum, en Rauðu djöflarnir eru með fleiri nöfn á lista hjá sér.

Benjamin Sesko og Hugo Ekitike koma einnig til greina og eru falir fyrir um 80 milljónir evra í sumar. Sesko er hjá RB Leipzig og Ekitike hjá Eintracht Frankfurt.

Þar að auki vill Rúben Amorim kaupa sóknartengilið og eru tveir ungir leikmenn efstir á þeim lista.

Xavi Simons, sem er samherji Sesko hjá Leipzig, er þar í uppáhaldi ásamt Kenan Yildiz, bráðefnilegum sóknarleikmanni JUventus. Þeir eru einnig falir fyrir um 80 milljónir evra í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner