,,Mér fannst þetta hörkuleikur. Þeir byrjuðu vel og skoruðu mark eftir aukaspyrnu þar sem við vorum ekki að dekka nógu vel. Eftir það tókum við yfir leikinn," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-1 jafntefli gegn Keflavík.
,,Við spiluðum oft á tíðum vel en það vantaði kannski svona að opna þá betur en seinni hálfleikur var góður. Við sýndum karakter eftir að Pétur var rekinn af velli og mér fannst bara eitt lið vera á vellinum."
,,Við spiluðum oft á tíðum vel en það vantaði kannski svona að opna þá betur en seinni hálfleikur var góður. Við sýndum karakter eftir að Pétur var rekinn af velli og mér fannst bara eitt lið vera á vellinum."
Atli Viðar Björnsson skoraði jöfnunarmark FH eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Endurtók hann þá leik sinn gegn ÍBV um síðustu helgi þar sem hann skoraði sigurmark.
,,Atli Viðar og Ólafur Páll komu frískir inn í þetta og það er auðvitað erfitt að vera einum færri en við sýndum góðan karakter.
Pétur Viðarsson var rekinn af velli sem og Einar Orri Einarsson í liði Keflvíkinga. Heimi fannst brottrekstur Péturs vera harður dómur og segist ekki hafa séð hvað gerðist þegar Einar Orri var rekinn af velli.
,,Mér fannst þetta mjög harður dómur. Pétur fékk gult spjald réttilega og mé fannst að láta hann vita að þetta væri hans síðasta viðvörun og halda áfram með leikinn."
,,Ég sá það ekki (brot Einars). Mér finnst Einar Orri góður leikmaður en hann var heppinn að hanga svona lengi inn á."
Heimir gerði lítið úr þeim látum sem urðu eftir leik. Skilja þurfti í sundur Böðvar Böðrvarsson og Einar Orra.
,,Það er bara eing og gengur og gerist. Menn þurfa aðeins að blása út og það var allt kæft í fæðingu. Það fara allir sáttir héðan frá Keflavík."
Einar Orri gaf ekki kost á sér í viðtal við Fótbolta.net eftir leik.
Athugasemdir
























