Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
   lau 22. júní 2024 20:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti HK í kórinn í dag þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Þrátt fyrir hetjulega baráttu og að hafa náð að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið að lokum.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við erum bara mjög svekktir með okkur sjálfa í þessum leik. Við erum auðvitað töluvert sterkari aðilinn úti á vellinum en það er bara fleira sem telur í þessu." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag.

Stjarnan voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og einhverjir sem vildi jafnvel meina að þeir hafi farið óverðskuldað undir í hálfleik.

„Við vorum búnir að fá fullt af færum og dauðafæri meðal annars en óverðskuldað? Þeir skora eftir tvö föst leikatriði og við getum ekki nógu vel í því þannig verðskulduðu þeir tvö mörk þannig ég veit ekki hvort það hafi verið óverðskuldað. Við verðum að gera betur þar." 

Stjarnan fékk á sig þrjú mörk eftir föst leikatriði í dag.

„Þrjú mörk í einum leik er bara þungt. Við þurfum aðeins að gíra okkur upp hvað það varðar." 

Aðspurður um hvað hans lið vantaði til að fá eitthvað úr þessum leik var Jökull fljótur að nefna föstu leikatriðin. 

„Föst leikatriði, ekkert annað. Við vitum það allir. Það er ekkert hægt að ræða um neitt annað. Það er eina sem að vantaði upp á í dag en það vantaði bara of mikið og þeir nýttu það vel og gerðu það vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 3 1 32 - 13 +19 30
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Fram 12 4 4 4 18 - 18 0 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
10.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner