Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Eiður Aron er að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
   lau 22. júní 2024 20:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti HK í kórinn í dag þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Þrátt fyrir hetjulega baráttu og að hafa náð að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið að lokum.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við erum bara mjög svekktir með okkur sjálfa í þessum leik. Við erum auðvitað töluvert sterkari aðilinn úti á vellinum en það er bara fleira sem telur í þessu." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag.

Stjarnan voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og einhverjir sem vildi jafnvel meina að þeir hafi farið óverðskuldað undir í hálfleik.

„Við vorum búnir að fá fullt af færum og dauðafæri meðal annars en óverðskuldað? Þeir skora eftir tvö föst leikatriði og við getum ekki nógu vel í því þannig verðskulduðu þeir tvö mörk þannig ég veit ekki hvort það hafi verið óverðskuldað. Við verðum að gera betur þar." 

Stjarnan fékk á sig þrjú mörk eftir föst leikatriði í dag.

„Þrjú mörk í einum leik er bara þungt. Við þurfum aðeins að gíra okkur upp hvað það varðar." 

Aðspurður um hvað hans lið vantaði til að fá eitthvað úr þessum leik var Jökull fljótur að nefna föstu leikatriðin. 

„Föst leikatriði, ekkert annað. Við vitum það allir. Það er ekkert hægt að ræða um neitt annað. Það er eina sem að vantaði upp á í dag en það vantaði bara of mikið og þeir nýttu það vel og gerðu það vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner