Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   lau 22. júní 2024 20:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti HK í kórinn í dag þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Þrátt fyrir hetjulega baráttu og að hafa náð að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið að lokum.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við erum bara mjög svekktir með okkur sjálfa í þessum leik. Við erum auðvitað töluvert sterkari aðilinn úti á vellinum en það er bara fleira sem telur í þessu." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag.

Stjarnan voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og einhverjir sem vildi jafnvel meina að þeir hafi farið óverðskuldað undir í hálfleik.

„Við vorum búnir að fá fullt af færum og dauðafæri meðal annars en óverðskuldað? Þeir skora eftir tvö föst leikatriði og við getum ekki nógu vel í því þannig verðskulduðu þeir tvö mörk þannig ég veit ekki hvort það hafi verið óverðskuldað. Við verðum að gera betur þar." 

Stjarnan fékk á sig þrjú mörk eftir föst leikatriði í dag.

„Þrjú mörk í einum leik er bara þungt. Við þurfum aðeins að gíra okkur upp hvað það varðar." 

Aðspurður um hvað hans lið vantaði til að fá eitthvað úr þessum leik var Jökull fljótur að nefna föstu leikatriðin. 

„Föst leikatriði, ekkert annað. Við vitum það allir. Það er ekkert hægt að ræða um neitt annað. Það er eina sem að vantaði upp á í dag en það vantaði bara of mikið og þeir nýttu það vel og gerðu það vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner