Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 22. júní 2024 20:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti HK í kórinn í dag þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Þrátt fyrir hetjulega baráttu og að hafa náð að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið að lokum.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við erum bara mjög svekktir með okkur sjálfa í þessum leik. Við erum auðvitað töluvert sterkari aðilinn úti á vellinum en það er bara fleira sem telur í þessu." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag.

Stjarnan voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og einhverjir sem vildi jafnvel meina að þeir hafi farið óverðskuldað undir í hálfleik.

„Við vorum búnir að fá fullt af færum og dauðafæri meðal annars en óverðskuldað? Þeir skora eftir tvö föst leikatriði og við getum ekki nógu vel í því þannig verðskulduðu þeir tvö mörk þannig ég veit ekki hvort það hafi verið óverðskuldað. Við verðum að gera betur þar." 

Stjarnan fékk á sig þrjú mörk eftir föst leikatriði í dag.

„Þrjú mörk í einum leik er bara þungt. Við þurfum aðeins að gíra okkur upp hvað það varðar." 

Aðspurður um hvað hans lið vantaði til að fá eitthvað úr þessum leik var Jökull fljótur að nefna föstu leikatriðin. 

„Föst leikatriði, ekkert annað. Við vitum það allir. Það er ekkert hægt að ræða um neitt annað. Það er eina sem að vantaði upp á í dag en það vantaði bara of mikið og þeir nýttu það vel og gerðu það vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner