Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
   mið 22. nóvember 2017 13:11
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Í raun komu engin önnur lið til greina
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu í dag til sín miðvörðinn Sölva Geir Ottesen sem skrifaði undir þriggja ára samning í Fossvoginum í dag.

Sölvi segir að Víkingshjartað hafi hjálpað sér í þessari ákvörðun og að hann geti ekki beðið eftir að snúa aftur út á völlinn hér heima.

„Þetta er mjög spennandi og ég get varla beðið eftir því að spila fyrir Víking aftur," segir Sölvi.

Fleiri félög í Pepsi-deildinni vildu fá Sölva en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að velja Víkingana.

„Ég talaði við Heimi (formann knattspyrnudeildar) og Loga áður en ég fór til Kína. Við fórum aðeins yfir hlutina. Hugur minn leitaði alltaf hingað þegar ég fór út. Það voru í raun engin önnur lið sem komu til greina."

„Standið á mér er mjög gott. Ég er nýkominn úr tímabili í Kína, ég er í góðu standi og mun halda áfram að byggja ofan á það."

Víkingar enduðu í 8. sæti í Pepsi-deildarinnar.

„Við sættum okkur ekki við 8. sæti. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að stefna hærra en það. Það væri rosalega gott að komast í Evrópudeildina og við stefnum bara á það," segir Sölvi en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner