Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 22. nóvember 2020 17:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds lét drauminn rætast hjá ungum aðdáanda
Mynd: Getty Images
Leeds og Arsenal eigast þessa stundina við í ensku úrvalsdeildinni. Seinni hálfleikurinn var að fara af stað en staðan er enn markalaus.

Leikurinn fer fram á Elland Road, heimavelli Leeds, en þegar heimamenn gengu inn á völlinn hélt Liam Cooper, fyrirliði þeirra, á spjaldtölvu.

Í tölvunni var ungur aðdáandi, Elliot Metcalfe, sem hafði átt þann draum að ganga út á völlinn með liðinu. Hann fékk að vera með liðinu þegar það gekk út á völlinn með töfrum tækninnar.

Ellot er með krabbamein en hann fékk ósk sína uppfyllta í dag fyrir leikinn gegn Arsenal.

Frábærlega gert hjá Leeds en hér að neðan má sjá myndband af þessu.


Athugasemdir
banner
banner