Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 23. mars 2021 13:29
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi: Maður grét nánast í sófanum
Icelandair
Arnór Ingvi segir að það sé smá Kani í sér.
Arnór Ingvi segir að það sé smá Kani í sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð er staddur í Þýskalandi þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta heimamönnum á fimmtudagskvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

Hafliði ræddi við Arnór Ingva Traustason í dag og byrjaði að spyrja út í nýja félagslið hans, New England Revolution í Bandaríkjunum.

„Ég skrifaði undir fyrir nokkrum dögum og er hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég fer þarna líklega eftir landsleikina. Það kom upp áhugi frá þeim í fyrra og þetta hefur verið viðloðandi síðan," segir Arnór.

Er draumur að rætast með því að fara til Bandaríkjanna að spila?

„Maður hafði alveg hugsað út í það, komandi úr Keflavík, það er smá Kani í mér. Þetta verður ævintýri og gaman að prófa þetta. Það var einhver áhugi frá Evrópu og öðrum félögum í MLS en mér fannst þetta rétta skrefið."

Arnór var ekki með íslenska landsliðinu þegar það tapaði á dramatískan hátt fyrir Ungverjalandi og mistókst að komast á EM. Arnór hafði smitast af Covid-19 og þurfti að fylgjast með úr fjarlægð.

„Það var hrikalega svekkjandi að horfa á þetta upp í sófa. Maður grét nánast því þetta var svo ótrúlega svekkjandi. Nú er ný undankeppni og við ætlum okkur alla leið," segir Arnór sem veiktist ekki mikið af veirunni. „Ég var bara heima í einangrun og missti lykt og bragð en ekkert annað."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Arnór meðal annars um möguleikana gegn Þýskalandi og nýja þjálfarateymið.
Athugasemdir
banner
banner