Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 23. mars 2021 13:29
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi: Maður grét nánast í sófanum
Icelandair
Arnór Ingvi segir að það sé smá Kani í sér.
Arnór Ingvi segir að það sé smá Kani í sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð er staddur í Þýskalandi þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta heimamönnum á fimmtudagskvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

Hafliði ræddi við Arnór Ingva Traustason í dag og byrjaði að spyrja út í nýja félagslið hans, New England Revolution í Bandaríkjunum.

„Ég skrifaði undir fyrir nokkrum dögum og er hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég fer þarna líklega eftir landsleikina. Það kom upp áhugi frá þeim í fyrra og þetta hefur verið viðloðandi síðan," segir Arnór.

Er draumur að rætast með því að fara til Bandaríkjanna að spila?

„Maður hafði alveg hugsað út í það, komandi úr Keflavík, það er smá Kani í mér. Þetta verður ævintýri og gaman að prófa þetta. Það var einhver áhugi frá Evrópu og öðrum félögum í MLS en mér fannst þetta rétta skrefið."

Arnór var ekki með íslenska landsliðinu þegar það tapaði á dramatískan hátt fyrir Ungverjalandi og mistókst að komast á EM. Arnór hafði smitast af Covid-19 og þurfti að fylgjast með úr fjarlægð.

„Það var hrikalega svekkjandi að horfa á þetta upp í sófa. Maður grét nánast því þetta var svo ótrúlega svekkjandi. Nú er ný undankeppni og við ætlum okkur alla leið," segir Arnór sem veiktist ekki mikið af veirunni. „Ég var bara heima í einangrun og missti lykt og bragð en ekkert annað."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Arnór meðal annars um möguleikana gegn Þýskalandi og nýja þjálfarateymið.
Athugasemdir
banner
banner