Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 23. mars 2021 13:29
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi: Maður grét nánast í sófanum
Icelandair
Arnór Ingvi segir að það sé smá Kani í sér.
Arnór Ingvi segir að það sé smá Kani í sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð er staddur í Þýskalandi þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta heimamönnum á fimmtudagskvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

Hafliði ræddi við Arnór Ingva Traustason í dag og byrjaði að spyrja út í nýja félagslið hans, New England Revolution í Bandaríkjunum.

„Ég skrifaði undir fyrir nokkrum dögum og er hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég fer þarna líklega eftir landsleikina. Það kom upp áhugi frá þeim í fyrra og þetta hefur verið viðloðandi síðan," segir Arnór.

Er draumur að rætast með því að fara til Bandaríkjanna að spila?

„Maður hafði alveg hugsað út í það, komandi úr Keflavík, það er smá Kani í mér. Þetta verður ævintýri og gaman að prófa þetta. Það var einhver áhugi frá Evrópu og öðrum félögum í MLS en mér fannst þetta rétta skrefið."

Arnór var ekki með íslenska landsliðinu þegar það tapaði á dramatískan hátt fyrir Ungverjalandi og mistókst að komast á EM. Arnór hafði smitast af Covid-19 og þurfti að fylgjast með úr fjarlægð.

„Það var hrikalega svekkjandi að horfa á þetta upp í sófa. Maður grét nánast því þetta var svo ótrúlega svekkjandi. Nú er ný undankeppni og við ætlum okkur alla leið," segir Arnór sem veiktist ekki mikið af veirunni. „Ég var bara heima í einangrun og missti lykt og bragð en ekkert annað."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Arnór meðal annars um möguleikana gegn Þýskalandi og nýja þjálfarateymið.
Athugasemdir