Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 23. mars 2021 19:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Davíð hefur ekki áhyggjur af því að það sé rússneskur njósnari í hópnum
Icelandair
Þjálfarinn og aðstoðarþjálfararnir tveir
Þjálfarinn og aðstoðarþjálfararnir tveir
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir Lunddal glímir við smávægileg meiðsli
Valgeir Lunddal glímir við smávægileg meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur og Mikael tóku fullan þátt í æfingu dagsins í dag.
Jón Dagur og Mikael tóku fullan þátt í æfingu dagsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri Jónasson, aðalþjálfari U21 landsliðsins, var til viðtals í kvöld á hóteli landsliðsins. Tveir dagar eru í fyrsta leik í íslenska riðlinum, andstæðingurinn Rússland.

Staðan var tekin á Davíð og rætt um fyrstu dagana úti, stöðuna á liðinu, undirbúning og hegðan leikmanna.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan

„Fyrstu dagarnir eru góðir, menn eru búnir að koma sér vel fyrir, allur hópurinn kominn og. Ég er búinn að vera ánægður með fyrstu dagana, búnir að ná að gera vel bæði á fundum og á æfingum. Þannig þetta lítur bara vel út," sagði Davíð Snorri.

„Ég er mjög ánægður með strákana og maður finnur að það er gaman að hittast, það er gír í þeim og menn eru spenntir. Við erum búnir að reyna nýta alla orku sem við getum til að fá allt út úr fundum og æfingum. Ég er mjög sáttur."

„Ég er mjög ánægður með nálgunina hjá strákunum. Þetta er stemning og í gærí mönnum og og líka svakaleg yfirvegun og einbeiting. Ég er búinn að vera mjög hrifinn með það sem ég er búinn að sjá á æfingum, virkilega vel gert [hjá strákunum]."


Allir búnir að hegða sér vel?

„Já, allir upp á tíu! Ekkert vesen."

Hvernig er staðan á leikmannahópnum, eru allir heilir?

„Staðan er nokkuð góð. Valgeir Lunddal [Friðriksson], við vissum af því þegar hann kom að hann er aðeins að vinna til baka smá stífleika. Það er allt á réttri leið og hann er betri með hverjum deginum og lítur vel út með hann. Aðrir eru góðir."

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson tóku ekki fullan þátt í upphitun á fyrstu æfingunni í gær, hvernig er staðan á þeim?

„Staðan er mjög góð. Þeir komu í gær og spiluðu á sunnudag og spiluðu mikið. Það var alltaf ákveðið að þeir tækju þátt í fyrsta hluta æfingarinnar en droppuðu svo til Robba eftir það."

Hefuru einhverjar áhyggjur að það sé einhver rússneskur njósnari á meðal okkar sem fylgist með?

„Nei, ég hef ekki áhyggjur af því og ef það er þá bara er það. Covid-reglurnar eru það strangar að ég á ekki von á því. Það er alla vega enginn íslenskur njósnari að njósna um Rússana," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner