Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 23. mars 2021 19:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Davíð hefur ekki áhyggjur af því að það sé rússneskur njósnari í hópnum
Icelandair
Þjálfarinn og aðstoðarþjálfararnir tveir
Þjálfarinn og aðstoðarþjálfararnir tveir
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir Lunddal glímir við smávægileg meiðsli
Valgeir Lunddal glímir við smávægileg meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur og Mikael tóku fullan þátt í æfingu dagsins í dag.
Jón Dagur og Mikael tóku fullan þátt í æfingu dagsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri Jónasson, aðalþjálfari U21 landsliðsins, var til viðtals í kvöld á hóteli landsliðsins. Tveir dagar eru í fyrsta leik í íslenska riðlinum, andstæðingurinn Rússland.

Staðan var tekin á Davíð og rætt um fyrstu dagana úti, stöðuna á liðinu, undirbúning og hegðan leikmanna.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan

„Fyrstu dagarnir eru góðir, menn eru búnir að koma sér vel fyrir, allur hópurinn kominn og. Ég er búinn að vera ánægður með fyrstu dagana, búnir að ná að gera vel bæði á fundum og á æfingum. Þannig þetta lítur bara vel út," sagði Davíð Snorri.

„Ég er mjög ánægður með strákana og maður finnur að það er gaman að hittast, það er gír í þeim og menn eru spenntir. Við erum búnir að reyna nýta alla orku sem við getum til að fá allt út úr fundum og æfingum. Ég er mjög sáttur."

„Ég er mjög ánægður með nálgunina hjá strákunum. Þetta er stemning og í gærí mönnum og og líka svakaleg yfirvegun og einbeiting. Ég er búinn að vera mjög hrifinn með það sem ég er búinn að sjá á æfingum, virkilega vel gert [hjá strákunum]."


Allir búnir að hegða sér vel?

„Já, allir upp á tíu! Ekkert vesen."

Hvernig er staðan á leikmannahópnum, eru allir heilir?

„Staðan er nokkuð góð. Valgeir Lunddal [Friðriksson], við vissum af því þegar hann kom að hann er aðeins að vinna til baka smá stífleika. Það er allt á réttri leið og hann er betri með hverjum deginum og lítur vel út með hann. Aðrir eru góðir."

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson tóku ekki fullan þátt í upphitun á fyrstu æfingunni í gær, hvernig er staðan á þeim?

„Staðan er mjög góð. Þeir komu í gær og spiluðu á sunnudag og spiluðu mikið. Það var alltaf ákveðið að þeir tækju þátt í fyrsta hluta æfingarinnar en droppuðu svo til Robba eftir það."

Hefuru einhverjar áhyggjur að það sé einhver rússneskur njósnari á meðal okkar sem fylgist með?

„Nei, ég hef ekki áhyggjur af því og ef það er þá bara er það. Covid-reglurnar eru það strangar að ég á ekki von á því. Það er alla vega enginn íslenskur njósnari að njósna um Rússana," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner