Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 23. mars 2021 19:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Davíð hefur ekki áhyggjur af því að það sé rússneskur njósnari í hópnum
Icelandair
Þjálfarinn og aðstoðarþjálfararnir tveir
Þjálfarinn og aðstoðarþjálfararnir tveir
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir Lunddal glímir við smávægileg meiðsli
Valgeir Lunddal glímir við smávægileg meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur og Mikael tóku fullan þátt í æfingu dagsins í dag.
Jón Dagur og Mikael tóku fullan þátt í æfingu dagsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri Jónasson, aðalþjálfari U21 landsliðsins, var til viðtals í kvöld á hóteli landsliðsins. Tveir dagar eru í fyrsta leik í íslenska riðlinum, andstæðingurinn Rússland.

Staðan var tekin á Davíð og rætt um fyrstu dagana úti, stöðuna á liðinu, undirbúning og hegðan leikmanna.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan

„Fyrstu dagarnir eru góðir, menn eru búnir að koma sér vel fyrir, allur hópurinn kominn og. Ég er búinn að vera ánægður með fyrstu dagana, búnir að ná að gera vel bæði á fundum og á æfingum. Þannig þetta lítur bara vel út," sagði Davíð Snorri.

„Ég er mjög ánægður með strákana og maður finnur að það er gaman að hittast, það er gír í þeim og menn eru spenntir. Við erum búnir að reyna nýta alla orku sem við getum til að fá allt út úr fundum og æfingum. Ég er mjög sáttur."

„Ég er mjög ánægður með nálgunina hjá strákunum. Þetta er stemning og í gærí mönnum og og líka svakaleg yfirvegun og einbeiting. Ég er búinn að vera mjög hrifinn með það sem ég er búinn að sjá á æfingum, virkilega vel gert [hjá strákunum]."


Allir búnir að hegða sér vel?

„Já, allir upp á tíu! Ekkert vesen."

Hvernig er staðan á leikmannahópnum, eru allir heilir?

„Staðan er nokkuð góð. Valgeir Lunddal [Friðriksson], við vissum af því þegar hann kom að hann er aðeins að vinna til baka smá stífleika. Það er allt á réttri leið og hann er betri með hverjum deginum og lítur vel út með hann. Aðrir eru góðir."

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson tóku ekki fullan þátt í upphitun á fyrstu æfingunni í gær, hvernig er staðan á þeim?

„Staðan er mjög góð. Þeir komu í gær og spiluðu á sunnudag og spiluðu mikið. Það var alltaf ákveðið að þeir tækju þátt í fyrsta hluta æfingarinnar en droppuðu svo til Robba eftir það."

Hefuru einhverjar áhyggjur að það sé einhver rússneskur njósnari á meðal okkar sem fylgist með?

„Nei, ég hef ekki áhyggjur af því og ef það er þá bara er það. Covid-reglurnar eru það strangar að ég á ekki von á því. Það er alla vega enginn íslenskur njósnari að njósna um Rússana," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner