Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefur ekkert heyrt frá Hareide og skilur ekki hvar hann stendur gagnvart landsliðinu
Icelandair
Var síðast í hópnum í mars 2022.
Var síðast í hópnum í mars 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var á löngum kafla fastamaður í byrjunarliði landsliðsins.
Var á löngum kafla fastamaður í byrjunarliði landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er bara að segja að maður hefði haldið að það hefði verið heyrt mér'
'Ég er bara að segja að maður hefði haldið að það hefði verið heyrt mér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér þykir auðvitað mjög vænt um landsliðstreyjuna og að spila fyrir þjóðina'
'Mér þykir auðvitað mjög vænt um landsliðstreyjuna og að spila fyrir þjóðina'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson var í viðtali við Fótbolta.net í dag. Þetta er lokahluti viðtalsins og snýst sá hluti um landsliðið. Fyrstu tvo hluta viðtalsins má nálgast neðst í þessari grein.

Jón Daði á að baki 64 landsleiki og hefur í þeim skorað fjögur mörk. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2012 þegar hann kom inn á í vináttuleik gegn Andorra. Næsti leikur kom tveimur árum síðar gegn Svíum.

Hann var svo nokkuð óvænt mættur í byrjunarliðið gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppninnar fyrir EM haustið 2014. Í þeim leik lék hann sem annar af tveimur framherjum og skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark. Næstu ár á eftir var hann byrjunarliðsmaður í liðinu, byrjaði alla leikina á EM 2016 og einn leik á HM 2018.

Þjóðadeildin árið 2020 var hans síðasta keppni sem lykilmaður því í kjölfarið missti hann sætið sitt í landsliðinu þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila með félagsliði sínu Millwall. Hann var síðast í landsliðshópnum í mars 2022.

Eins og tölfræðin sýnir hefur Jón Daði ekki beint verið að raða inn mörkum en hann fékk enga gífurlega gagnrýni fyrir það þar sem hann hljóp afskaplega mikið fyrir liðið og gerði öðrum kleift að spila sinn besta leik.

Eins og má lesa í hlekknum hér að kviknaði í vetur upp umræða um það hvort Jón Daði ætti að snúa aftur í landsliðshópinn. Framherjinn var farinn að finna sig vel með Bolton og framherjarnir í hópnum, fyrir utan Alfreð Finnbogason, tiltölulega reynslulitlir.

Landsliðshópurinn fyrir tvo vináttuleiki í júní var tilkynntur í gær og voru einungis tveir hreinræktaðir framherjar í hópnum; þeir Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas Guðjohsnen.

„Hef ekki heyrt orð frá þessum manni"
Jón Daði meiddist í apríl og var ekkert með Bolton á endasprettinum. Áður en þú meiddist, varstu farinn að gæla við það að vera í landsliðshópnum í sumar?

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá skil ég ekki alveg stöðuna mína í landsliðinu. Ég las einhvern tímann að hann (landsliðsþjálfarinn Age Hareide) væri að heyra í öllum leikmönnum reglulega. Ég hef ekki heyrt orð frá þessum manni, ég veit ekki neitt hvar ég stend gagnvart landsliðinu. Mér þykir auðvitað mjög vænt um landsliðstreyjuna og að spila fyrir þjóðina. En ég er alveg týndur hvað það varðar, hef ekki heyrt neitt.”

„Ég skil þetta ekki alveg, eina sem ég gat sagt er að ég hef ekki heyrt orð frá honum og mér finnst það svolítið skrítið persónulega. Ég er ekki að segja að ég eigi endilega skilið að vera í hópnum eða eitthvað svoleiðis, ég er bara að segja að maður hefði haldið að það hefði verið heyrt mér. Ég hef ekki fengið neitt símtal,”
sagði Jón Daði.
Athugasemdir
banner
banner
banner