Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júní 2022 10:23
Elvar Geir Magnússon
Vissi eftir tveggja mínútna spjall að hann og Eiður gætu unnið saman
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen í leiknum gegn ÍA.
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen í leiknum gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurvin Ólafsson yfirgaf þjálfarateymi KR í vikunni og er orðinn aðstoðarþjálfari FH. Sigurvin hafði verið aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR en athygli vakti þegar KR-ingar kvöddu hann á samfélagsmiðlum og sögðu hann hafa verið ráðgjafa innan þjálfarateymisins.

Hjá KR virtist hlutverk Sigurvins sem aðstoðarþjálfari hafa minnkað í kjölfar þess að Bjarni Guðjónsson og Viktor Bjarki Arnarsson hafa verið í liðsstjórn.

Í viðtali við Fótbolta.net segir Sigurvin að óvissa hefði verið með framtíð sína hjá KR.

„Það hafa nokkur tækifæri komið, fyrirspurnir og einhverjar pælingar. Þegar þetta FH dæmi kom upp, og það var ekki alveg ljóst hvert framhaldið yrði með KR, ákvað ég að taka þá ákvörðun að stökkva á þetta," segir Sigurvin.

Hjá FH er Sigurvin aðstoðarmaður nýs þjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen. Sigurvin segir að það hafi ekki tekið langan tíma að komast að því að hugmyndir hans og Eiðs lágu vel saman.

„Það kom símtal og athugað hvort ég væri til í að skoða þetta. Svo talaði ég við Eið Smára og hvort ég gæti unnið með honum, hvort við gætum náð saman og það tók bara tvær mínútur. Svo athugaði ég hvort ég gæti losnað héðan og þetta gekk mjög hratt fyrir sig."

Það er erfitt verkefni sem bíður Eiðs og Sigurvins hjá FH en liðið hefur alls ekki náð sér á strik og er nær því að vera í fallsæti en að vera í efri helmingnum. Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn ÍA í vikunni, í fyrsta leiknum hjá nýja teyminu.

Sérstaklega leiðinlegt að fara frá KV
Meðfram því að vera í teyminu hjá KR þá var Sigurvin þjálfari KV í Lengjudeildinni. Hann stýrði sínum síðasta leik með KV í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Þrótti Vogum.

„Það er sérstaklega leiðinlegt að ganga frá KV, þeir eru kannski meira háðir mér en KR," segir Sigurvin en KV, sem fór upp um tvær deildir undir hans stjórn, er í fallsæti Lengjudeildarinnar eftir átta umferðir.

„Ég íhugaði það að hætta með KV eftir þetta tímabil í fyrsta lagi, eftir að hafa haldið þeim upp í þessari deild. Það er eina sára við þessar fréttir að ég sé ekki búinn að ljúka því verki."

Sigurður Víðisson, fyrrum aðstoðarþjálfari Breiðabliks, er sagður vera að taka við KV en hann var meðal áhorfenda á leiknum í gær.
Sigurvin Ólafsson: Ég beið auðvitað bara eftir Hollywood endinum
Athugasemdir
banner
banner
banner