Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 23. júlí 2020 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Kári: Verður að gefa þeim verðskuldað hrós
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur að hafa ekki fengið öll þrjú stigin hér í kvöld.“ Sagði Kári Árnason miðvörður Víkings um fyrstu viðbrögði sín eftir 1-1 jafntefli. Víkingar stjórnuðu leiknum í 90 mínútur en fengu mark á sig úr föstu leikatriði strax á upphafsmínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

„Það er sama hversu mikið þú æfir hluti eins og horn í enda dags þá snýst þetta um að axla ábyrgð og bara reka hausinn í boltann þó þú haldir að einhver annar sé að taka hann að ráðast á hann. Við erum bara ekki nógu agressívir í hornunum og þurfum að taka á því.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítspyrnu í leiknum og þar af eftir að leikmaður Gróttu virtist hafa varið skalla frá Kára með hendi.

„Ég á skalla á fjærstönginni í fyrri hálfleik sem að fer alveg 100% í hendina á honum. Ég veit ekkert hvort hann sé á leiðinni inn eða hvað en þetta er hendi engu að síður. En það er komið nóg af kvarti yfir dómurum . Mér fannst dómarinn dæma þetta ágætlega fyrir utan þessi atvik og hann hefði alveg mátt bæta aðeins meiru við leikinn því boltinn var rosalega mikið útaf og í markspyrnum o.s.frv en fyrir utan það þá dæmdi hann leikinn ágætlega.“

Það má alveg segja að Gróttumenn hafi lagt rútunni í leiknum í kvöld sem er eitthvað sem Kári kannast alveg við frá tíma sínum með íslenska landsliðinu.

„Það verður að gefa þeim verðskuldað hrós fyrir það. Ég þekki þetta nú alveg ágætlega með landsliðinu og þetta er erfiðara fyrir þá heldur en okkur að halda einbeitingu í svona langan tíma.Þeir lokuðu á alla þá nema þann sem var að spila á móti vindi þannig að það var ekki hægt að skipta á milli kanta nema með skoti þannig að það var mjög sniðugt hjá þeim og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim fyrir það en þetta var bara erfitt og klaufaskapur að ná ekki að skora.“

Sagði Kári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner