Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 23. júlí 2020 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Kári: Verður að gefa þeim verðskuldað hrós
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur að hafa ekki fengið öll þrjú stigin hér í kvöld.“ Sagði Kári Árnason miðvörður Víkings um fyrstu viðbrögði sín eftir 1-1 jafntefli. Víkingar stjórnuðu leiknum í 90 mínútur en fengu mark á sig úr föstu leikatriði strax á upphafsmínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

„Það er sama hversu mikið þú æfir hluti eins og horn í enda dags þá snýst þetta um að axla ábyrgð og bara reka hausinn í boltann þó þú haldir að einhver annar sé að taka hann að ráðast á hann. Við erum bara ekki nógu agressívir í hornunum og þurfum að taka á því.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítspyrnu í leiknum og þar af eftir að leikmaður Gróttu virtist hafa varið skalla frá Kára með hendi.

„Ég á skalla á fjærstönginni í fyrri hálfleik sem að fer alveg 100% í hendina á honum. Ég veit ekkert hvort hann sé á leiðinni inn eða hvað en þetta er hendi engu að síður. En það er komið nóg af kvarti yfir dómurum . Mér fannst dómarinn dæma þetta ágætlega fyrir utan þessi atvik og hann hefði alveg mátt bæta aðeins meiru við leikinn því boltinn var rosalega mikið útaf og í markspyrnum o.s.frv en fyrir utan það þá dæmdi hann leikinn ágætlega.“

Það má alveg segja að Gróttumenn hafi lagt rútunni í leiknum í kvöld sem er eitthvað sem Kári kannast alveg við frá tíma sínum með íslenska landsliðinu.

„Það verður að gefa þeim verðskuldað hrós fyrir það. Ég þekki þetta nú alveg ágætlega með landsliðinu og þetta er erfiðara fyrir þá heldur en okkur að halda einbeitingu í svona langan tíma.Þeir lokuðu á alla þá nema þann sem var að spila á móti vindi þannig að það var ekki hægt að skipta á milli kanta nema með skoti þannig að það var mjög sniðugt hjá þeim og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim fyrir það en þetta var bara erfitt og klaufaskapur að ná ekki að skora.“

Sagði Kári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner