Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 23. júlí 2020 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Kári: Verður að gefa þeim verðskuldað hrós
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur að hafa ekki fengið öll þrjú stigin hér í kvöld.“ Sagði Kári Árnason miðvörður Víkings um fyrstu viðbrögði sín eftir 1-1 jafntefli. Víkingar stjórnuðu leiknum í 90 mínútur en fengu mark á sig úr föstu leikatriði strax á upphafsmínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

„Það er sama hversu mikið þú æfir hluti eins og horn í enda dags þá snýst þetta um að axla ábyrgð og bara reka hausinn í boltann þó þú haldir að einhver annar sé að taka hann að ráðast á hann. Við erum bara ekki nógu agressívir í hornunum og þurfum að taka á því.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítspyrnu í leiknum og þar af eftir að leikmaður Gróttu virtist hafa varið skalla frá Kára með hendi.

„Ég á skalla á fjærstönginni í fyrri hálfleik sem að fer alveg 100% í hendina á honum. Ég veit ekkert hvort hann sé á leiðinni inn eða hvað en þetta er hendi engu að síður. En það er komið nóg af kvarti yfir dómurum . Mér fannst dómarinn dæma þetta ágætlega fyrir utan þessi atvik og hann hefði alveg mátt bæta aðeins meiru við leikinn því boltinn var rosalega mikið útaf og í markspyrnum o.s.frv en fyrir utan það þá dæmdi hann leikinn ágætlega.“

Það má alveg segja að Gróttumenn hafi lagt rútunni í leiknum í kvöld sem er eitthvað sem Kári kannast alveg við frá tíma sínum með íslenska landsliðinu.

„Það verður að gefa þeim verðskuldað hrós fyrir það. Ég þekki þetta nú alveg ágætlega með landsliðinu og þetta er erfiðara fyrir þá heldur en okkur að halda einbeitingu í svona langan tíma.Þeir lokuðu á alla þá nema þann sem var að spila á móti vindi þannig að það var ekki hægt að skipta á milli kanta nema með skoti þannig að það var mjög sniðugt hjá þeim og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim fyrir það en þetta var bara erfitt og klaufaskapur að ná ekki að skora.“

Sagði Kári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner