Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 23. september 2021 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Sig eftir lokaleik með ÍBV: Búið að vera frábært
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það er alltaf gott að enda vel, þetta er búið að vera flott tímabil. 47 stig, á venjulegu ári væri þetta örugglega nóg til að vinna mótin en þar sem Fram var að spila frábærlega dugði þetta í annað sætið. Við tökum það, þetta er búið að vera meiriháttar ævintýri og frábært að enda þetta svona með góðum sigri og sýna virkilega úr hverju ÍBV er gert," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir sinn síðasta leik sem þjálfari liðsins.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 ÍBV

Var mikilvægt fyrir þig að enda tíðina hjá ÍBV með sigri? „Já, auðvitað, það er alltaf gott að vinna fótboltaleiki. Sigurinn nærir og að fara inn í frí með sigur í farteskinu skiptir miklu máli. Eins og ég sagði við strákana, það skiptir ekki máli hvort það sé mikið undir eða ekki, þegar þú situr á þig ÍBV treyjuna þá ertu að fara inn til að leggja þig fram og vinna fótboltaleiki."

Hefuru einhverjar áhyggjur af því að ÍBV verði í vandræðum á næsta tímabili? „Nei, ég er alveg viss að ÍBV finni góða menn í starfið. ÍBV er stór klúbbur á Íslandi og það eru fá lið sem hafa unnið jafnmikið af titlum eins og ÍBV. Ég held að framtíðin sé björt og spennandi tímar framundan hjá ÍBV."

„Ég vil nýta tækifærið og þakka liðinu, félaginu og öllum sem hafa unnið með okkur í þessu í þessi tvö ár kærlega fyrir samstarfið. Þetta er búið að vera frábært og sérstaklega ánægjulegt að klára þetta með sigri."


Hvað tekur við hjá þér, er Fjölnir búinn að hafa samband? „Það er búið að vera mjög rólegt. Núna er maður búinn að einbeita sér að klára þetta verkefni vel og svo fáum við að sjá. Ég hef mjög gaman af þessu og þessi fimm ár í þjálfun hafa gengið vel. Ég hef komið tveimur liðum upp úr Lengjudeildinni og stabíliserað Fylki í efstu deild þannig ég er bara mjög sáttur við það sem ég hef gert til þessa á þjálfaraferlinum."

„Ef eitthvað lið vill nota krafta mína þá er ég opinn fyrir öllu. Ég hef gaman af þjálfun og metnaðurinn liggur þar. Ég er í þessu af miklu passioni og ég vil að það endurspeglist í liðinu sem ég er hjá. Ég get ekki verið annað en rosa ánægður með hvernig þetta tímabil þróaðist,"
sagði Helgi að lokum.

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan. Þar svarar hann spurningum um hvort það hafi komið til tals að semja bara um jafntefli í leiknum og um skiptinguna á Sito.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner