Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   fim 23. september 2021 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Sig eftir lokaleik með ÍBV: Búið að vera frábært
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það er alltaf gott að enda vel, þetta er búið að vera flott tímabil. 47 stig, á venjulegu ári væri þetta örugglega nóg til að vinna mótin en þar sem Fram var að spila frábærlega dugði þetta í annað sætið. Við tökum það, þetta er búið að vera meiriháttar ævintýri og frábært að enda þetta svona með góðum sigri og sýna virkilega úr hverju ÍBV er gert," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir sinn síðasta leik sem þjálfari liðsins.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 ÍBV

Var mikilvægt fyrir þig að enda tíðina hjá ÍBV með sigri? „Já, auðvitað, það er alltaf gott að vinna fótboltaleiki. Sigurinn nærir og að fara inn í frí með sigur í farteskinu skiptir miklu máli. Eins og ég sagði við strákana, það skiptir ekki máli hvort það sé mikið undir eða ekki, þegar þú situr á þig ÍBV treyjuna þá ertu að fara inn til að leggja þig fram og vinna fótboltaleiki."

Hefuru einhverjar áhyggjur af því að ÍBV verði í vandræðum á næsta tímabili? „Nei, ég er alveg viss að ÍBV finni góða menn í starfið. ÍBV er stór klúbbur á Íslandi og það eru fá lið sem hafa unnið jafnmikið af titlum eins og ÍBV. Ég held að framtíðin sé björt og spennandi tímar framundan hjá ÍBV."

„Ég vil nýta tækifærið og þakka liðinu, félaginu og öllum sem hafa unnið með okkur í þessu í þessi tvö ár kærlega fyrir samstarfið. Þetta er búið að vera frábært og sérstaklega ánægjulegt að klára þetta með sigri."


Hvað tekur við hjá þér, er Fjölnir búinn að hafa samband? „Það er búið að vera mjög rólegt. Núna er maður búinn að einbeita sér að klára þetta verkefni vel og svo fáum við að sjá. Ég hef mjög gaman af þessu og þessi fimm ár í þjálfun hafa gengið vel. Ég hef komið tveimur liðum upp úr Lengjudeildinni og stabíliserað Fylki í efstu deild þannig ég er bara mjög sáttur við það sem ég hef gert til þessa á þjálfaraferlinum."

„Ef eitthvað lið vill nota krafta mína þá er ég opinn fyrir öllu. Ég hef gaman af þjálfun og metnaðurinn liggur þar. Ég er í þessu af miklu passioni og ég vil að það endurspeglist í liðinu sem ég er hjá. Ég get ekki verið annað en rosa ánægður með hvernig þetta tímabil þróaðist,"
sagði Helgi að lokum.

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan. Þar svarar hann spurningum um hvort það hafi komið til tals að semja bara um jafntefli í leiknum og um skiptinguna á Sito.
Athugasemdir
banner
banner
banner