Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 23. september 2021 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Sig eftir lokaleik með ÍBV: Búið að vera frábært
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það er alltaf gott að enda vel, þetta er búið að vera flott tímabil. 47 stig, á venjulegu ári væri þetta örugglega nóg til að vinna mótin en þar sem Fram var að spila frábærlega dugði þetta í annað sætið. Við tökum það, þetta er búið að vera meiriháttar ævintýri og frábært að enda þetta svona með góðum sigri og sýna virkilega úr hverju ÍBV er gert," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir sinn síðasta leik sem þjálfari liðsins.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 ÍBV

Var mikilvægt fyrir þig að enda tíðina hjá ÍBV með sigri? „Já, auðvitað, það er alltaf gott að vinna fótboltaleiki. Sigurinn nærir og að fara inn í frí með sigur í farteskinu skiptir miklu máli. Eins og ég sagði við strákana, það skiptir ekki máli hvort það sé mikið undir eða ekki, þegar þú situr á þig ÍBV treyjuna þá ertu að fara inn til að leggja þig fram og vinna fótboltaleiki."

Hefuru einhverjar áhyggjur af því að ÍBV verði í vandræðum á næsta tímabili? „Nei, ég er alveg viss að ÍBV finni góða menn í starfið. ÍBV er stór klúbbur á Íslandi og það eru fá lið sem hafa unnið jafnmikið af titlum eins og ÍBV. Ég held að framtíðin sé björt og spennandi tímar framundan hjá ÍBV."

„Ég vil nýta tækifærið og þakka liðinu, félaginu og öllum sem hafa unnið með okkur í þessu í þessi tvö ár kærlega fyrir samstarfið. Þetta er búið að vera frábært og sérstaklega ánægjulegt að klára þetta með sigri."


Hvað tekur við hjá þér, er Fjölnir búinn að hafa samband? „Það er búið að vera mjög rólegt. Núna er maður búinn að einbeita sér að klára þetta verkefni vel og svo fáum við að sjá. Ég hef mjög gaman af þessu og þessi fimm ár í þjálfun hafa gengið vel. Ég hef komið tveimur liðum upp úr Lengjudeildinni og stabíliserað Fylki í efstu deild þannig ég er bara mjög sáttur við það sem ég hef gert til þessa á þjálfaraferlinum."

„Ef eitthvað lið vill nota krafta mína þá er ég opinn fyrir öllu. Ég hef gaman af þjálfun og metnaðurinn liggur þar. Ég er í þessu af miklu passioni og ég vil að það endurspeglist í liðinu sem ég er hjá. Ég get ekki verið annað en rosa ánægður með hvernig þetta tímabil þróaðist,"
sagði Helgi að lokum.

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan. Þar svarar hann spurningum um hvort það hafi komið til tals að semja bara um jafntefli í leiknum og um skiptinguna á Sito.
Athugasemdir
banner