Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 23. september 2023 15:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Hádramatík í Eyjum þegar ÍBV og Fram skildu jöfn
watermark Sverrir Páll Hjaltested
Sverrir Páll Hjaltested
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV 2 - 2 Fram
0-1 Tiago Manuel Da Silva Fernandes ('52 )
1-1 Sverrir Páll Hjaltested ('80 )
2-1 Sverrir Páll Hjaltested ('85 )
2-2 Þengill Orrason ('91 )
Lestu um leikinn


Það var risaleikur í fallbaráttunni í Bestu deildinni í dag þegar ÍBV fékk Fram í heimsókn.

Fyrir leikinn var ÍBV í fallsæti en Fram í öruggu sæti með jafn mörg stig, það var ljóst að sigurvegarinn kæmi sér í góða stöðu.

Það var markalaust í hálfleik en Sverrir Páll Hjaltested framherji ÍBV fékk besta færi fyrri hálfleiksins í uppbótatíma en hann skaut í stöngina.

Það var hins vegar gríðarlegt fjör í seinni hálfleik.

Tiago skoraði með skoti fyrir utan vítateiginn snemma í síðari hálfleik og kom Fram í góða stöðu. Sverrir Páll jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka og bætti öðru markinu við fimm mínútum síðar.

ÍBV komið með yfirhöndina en dramatíkinni var ekki lokið. Þengill Orrason skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Aroni Jóhannssyni í uppbótatíma og tryggði Fram stig. Þetta var fjórða 2-2 jafntefli ÍBV í röð.

Baráttan um að halda sæti sínu í deildinni heldur áfram.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 19 2 1 65 - 20 +45 59
2.    Valur 22 14 3 5 53 - 25 +28 45
3.    Breiðablik 22 11 5 6 44 - 36 +8 38
4.    Stjarnan 22 10 4 8 45 - 25 +20 34
5.    FH 22 10 4 8 41 - 44 -3 34
6.    KR 22 9 5 8 29 - 36 -7 32
7.    KA 22 8 5 9 31 - 39 -8 29
8.    HK 22 6 7 9 37 - 48 -11 25
9.    Fylkir 22 5 6 11 29 - 45 -16 21
10.    Fram 22 5 4 13 32 - 47 -15 19
11.    ÍBV 22 5 4 13 24 - 43 -19 19
12.    Keflavík 22 1 9 12 20 - 42 -22 12
Athugasemdir
banner
banner
banner