Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 23. október 2024 19:20
Sverrir Örn Einarsson
Arnar spenntur að mæta Belgunum „Hressandi að sjá svona lið“
Arnar hugsi á æfingu fyrir leikinn
Arnar hugsi á æfingu fyrir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar taka á móti Cercle Brugge á Kópavogsvelli í fyrsta heimaleik sínum í Sambandsdeild Evrópu á morgun Fummtudag en flautað verður til leiks í Kópavogi klukkan 14:30.

Líkt og venja er fyrir slíka leiki héldu Víkingar blaðamannafund á Kópavogsvelli í dag þar sem Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins og Nikolaj Hansen fyrirliði sátu fyrir svörum. Arnar hóf fundinn á að ræða ástandið í leikmanna hópnum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Valdimar (Þór Ingimundarson) er ekki klár í leikinn á morgun en á mögulega möguleika á að ná leiknum á sunnudag. Oliver Ekroth er byrjaður að æfa rólega og smá möguleiki að hann verði með á sunnudag en ekki á morgun. Pablo og Matti eru svo frá en aðrir eru bara fínir.“

Fegurðin í Evrópuboltanum að kynnast mismunandi tegundum af fótbolta
Víkingar sem unnu hreint ótrúlegan sigur á liði ÍA á Akranesi síðastliðinn laugardag hafa þurft að nýta tímann vel í vikunni til þess að ná sér niður á jörðina fyrir leikin gegn Cercle Brugge, Arnar er mjög spenntur að mæta Belgunum.

„Það er hressandi að sjá svona lið því þetta er allt öðruvísi lið en maður heldur. Það eru allir uppfullir af Guardiola fræðum og svoleiðis en þeim er bara alveg sama um það. Þeir eru mjög beinskeyttir og eru með lágar possession tölur og er alveg sama. Þeir fara bara fram og eru beinskeyttir. Ég vil ekki kalla þetta gamaldags fótbolta vegna þess að þeir vita alveg hvað þeir eru að gera og eru góðir í því. Þegar maður horfir á fótbolta í dag þá eru allir City þetta og Arsenal hitt en svo kemur svona lið. Þetta er fegurðin við þennan Evrópubolta að fá að kynnast þessum mismunandi tegundum af fótbolta. “

Ekkert vanmat frá Belgunum
Lið Cercle Brugge skildi eftir þó nokkra leikmenn sem leikið hafa hlutverk í liði þeirra fram til þessa á tímabilinu. Arnar vildi þó ekki meina að Belgarnir væru mögulega að vanmeta Víkinga með því að skilja eftir leikmenn heldur frekar til marks um álag.

„Nei, eftir að hafa fylgst með liðum í Evrópu og hvernig þeim hefur gengið að rúlla bæði Evrópu og deild er staðreyndin sú að það eru mörg lið sem eru í erfiðleikum með að sameina þetta tvennt.Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir því hversu erfitt þetta er. Ferðalög, mismunandi andstæðingar og mismunandi taktík og koma svo til baka líkamlega og andlega uppgefinn..“

„Það gerir árangur okkar Víkinga í sumar bara ennþá merkilegri. Maður er svo stoltur af liðinu og félaginu að hafa náð svona langt og verið upp í öllum keppnum í sumar.“

„Cercle Brugge er núna i fallsæti, lið sem var í fjórða sæti í belgísku deildinni í fyrra sem bara passar ekki nema útaf einmitt þessu álagi. Ég held kannski að þeir séu að setja deildina aðeins í forgang núna frekar en að vanmeta okkur.“

Leikur Víkings og Cercle Brugge hefst á Kópavogsvelli klukkan 14:30 á morgun og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner