Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Lewandowski upp fyrir Raul - Kominn með 72 mörk
Robert Lewandoski er þriðji markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi
Robert Lewandoski er þriðji markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi
Mynd: Getty Images
Pólski framherjinn Robert Lewandowski er þriðji markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu frá upphafi en hann gerði 72. mark sitt í keppninni í gær.

Lewandowski er 32 ára gamall og hefur unnið allt sem hægt er að vinna hjá félagsliði en hann var auk þess valinn besti knattspyrnumaður heims af FIFA í desember.

Hann gerði fyrsta mark Bayern í 4-1 sigrinum á Lazio í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær en það var mikilvægt mark á ferlinum hjá honum.

Pólski sóknarmaðurinn er nú þriðji markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi með 72 mörk og fer upp fyrir Raul, fyrrum leikmann Real Madrid og spænska landsliðsins.

Aðeins Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað fleiri mörk en Lewandowski í keppninni. Ronaldo hefur skorað 134 mörk en Messi 119.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner