Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. febrúar 2023 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Síminn minn hefur ekki stoppað frá því fréttirnar komu í ljós"
Lengjudeildin
Úr leik hjá Ægi síðasta sumar.
Úr leik hjá Ægi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ægir spilar í Lengjudeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins í sumar.
Ægir spilar í Lengjudeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ágúst Karel Magnússon.
Ágúst Karel Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta er verkefni fyrir mig og Nenad, að koma því í hausinn á mönnum að við núna séum við að takast á við næsta stig," sagði Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, í samtali við Fótbolta.net fyrr í þessari viku.

Það var tilkynnt á dögunum að Ægir myndi taka sæti Kórdrengja í Lengjudeild karla fyrir komandi sumar.

Þátttökutilkynning Kórdrengja var ekki talin fullnægjandi og því var þeim vísað úr keppni.

Ægir var að undirbúa sig á fullu fyrir 2. deildina þegar þeim var tilkynnt það að þeir myndu spila í Lengjudeildinni í sumar. Ægir hafnaði í þriðja sæti 2. deildar síðasta sumar.

Sjá einnig:
Með sama fjármagn síðan þeir voru í neðstu deild - „Þetta er stórt stökk"

Það er ljóst að Ægir þarf að styrkja sig, en líklega allir nema þeir sjálfir spá liðinu líklega neðsta sæti Lengjudeildarinnar núna.

Baldvin sagði frá því að félagið væri að fá vinstri bakvörð með reynslu úr serbnesku úrvalsdeildinni og það sé í skoðun að styrkja hópinn enn frekar eftir þessi tíðindi - að liðið spili í deild ofar í sumar.

„Síminn minn hefur eiginlega ekki stoppað frá því fréttirnar komu í ljós. Það eru bæði félög og umboðsmenn að bjóða okkur alls konar leikmenn. Svo eru líka félög í deildunum farin að senda á mig ef við þurfum að losa einhverja leikmenn út frá því að við séum að bæta inn í hópinn. Þá vilja félög fá leikmenn lánaða frá okkur."

„Það er nóg að gera, en það er bara spennandi. Þetta er í skoðun, þetta er bara í vinnslu. Ég er ekki að segja að við þurfum að sækja okkur nýtt lið en mögulega þurfum við annað hvort að sparka í rassgatið á þeim sem við eigum fyrir eða þá að það þarf að ýta við mönnum með nýjum leikmönnum. Þetta er nýtt verkefni fyrir okkur," sagði Baldvin.

Misstu mann í Lengjudeildina
Eitt af því sem fylgir því að spila í Lengjudeildinni er að fleiri leikmenn eru tilbúnir að koma, eða vera. Ágúst Karel Magnússon var lykilmaður hjá Ægi í fyrra, en hann fór í Þrótt að tímabilinu loknu. Þróttur hafði þá unnið sér sæti í Lengjudeildinni.

Kórdrengjamálið tók langan tíma. Hefði hann verið áfram í Ægi ef liðið hefði til dæmis verið dæmt upp í nóvember eða desember?

„Það er líklegra, klárlega. Það er frábært fyrir hann að taka skrefið upp í Lengjudeildina," sagði Baldvin en Ágúst Karel hafði verið að spila í 4. deild áður en hann fór í Ægi.

„Ágúst Karel er partur af því sem við vildum gera. Hann er fenginn upp í Lengjudeildina eftir að hafa staðið sig vel hjá okkur. Þetta er viðurkenning fyrir okkur. Ungir leikmenn eiga að geta tekið eitt, tvö ár með okkur til að auglýsa sig. En við höfum líka verið að fara upp um deildir og þeir fara upp með okkur. Það er líka frábært fyrir félagið."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan en þar ræðir Baldvin frekar um breytinguna sem fylgir því að komast upp í Lengjudeildina í febrúar.
Ægismenn fá allt aðra áskorun - Upp um deild í febrúar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner