Fimm þjóðir eru nú þegar komnar á HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Það eru auðvitað gestgjafarnir sem vinna sér sjálfkrafa rétt á mótinu og þurfa ekki að fara í gegnum neina undankeppni til þess.
Það eru auðvitað gestgjafarnir sem vinna sér sjálfkrafa rétt á mótinu og þurfa ekki að fara í gegnum neina undankeppni til þess.
En svo eru tvær aðrar þjóðir komnar inn. Nýja-Sjáland tryggði sér þátttökurétt á mótinu í morgun með því að vinna 3-0 sigur gegn Nýju-Kaledóníu.
Þetta verður í þriðja sinn þar sem Nýja-Sjáland tekur þátt á HM.
Svo eru Japanir einnig komnir inn á mótið, en á næstu mánuðum mun það skýrast hver hin 48 liðin verða. Ísland verður vonandi á meðal þjóða sem komast inn á mótið en undankeppnin hjá okkar strákum hefst næsta september.
Athugasemdir