Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 24. apríl 2021 16:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður OB á reynslu hjá Víkingi - Skoraði þrennu
Mynd: OB
Sóknarmaðurinn Rasmus Nissen er þessa stundina á reynslu hjá Víkingi Reykjavík.

Rasmus spilaði æfingaleik gegn HK í dag og skoraði þrennu í leiknum, þar af eitt úr aukaspyrnu.

Rasmus getur bæði spilað á kanti sem og sem fremsti maður. Hann verður tvítugur seint í júní. Hann er á mála hjá OB í Danmörku og hefur leikið tuttugu mínútur með aðalliðinu á leiktíðinni, í bikarleik gegn BSF.

Þar fyrir utan hefur hann leikið með U19 ára liðinu og varaliði félagsins.

Sjá einnig:
Leikmaður á reynslu skoraði þrennu fyrir Víking
Athugasemdir
banner
banner