Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 24. apríl 2023 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Hverfishetjan Óskar: Þau öskruðu nafnið mitt og ég hugsaði bara um að skora fyrir þau
Óskar Borþórsson leikmaður Fylkis
Óskar Borþórsson leikmaður Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkismenn tóku á móti hafnfirðingunum í FH í kvöld þegar lokaleikir 3.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Fylkismenn voru fyrir umferðina stigalausir og í leit af sínum fyrstu stigum á meðan FH voru ósigraðir með einn sigur og jafntefli undir beltinu fyrir leikinn í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 FH

„Geggjuð! Þrjú stig á heimavelli og stúkan var ekkert eðlilega góð sem var bara geggjað!" Sagði hverfishetjan í Árbænum Óskar Borgþórsson. 

FH jafnaði leikinn í 2-2 þegar rúmlega 80 mínútur voru liðnar af leiknum en Óskar vildi þó ekki meina að það hafi farið um þá vellinum við það.

„Nei nei, við vorum bara pollrólegir á vellinum og stúkan var okkar tólfti maður og þau voru að berja okkur áfram og við héldum bara áfram og unnum leikinn." 

Það vakti athygli að stúkan söng nafn Óskars og óskuðu eftir honum inn á völlinn sem Rúnar Páll varð við sem reyndist frábær ákvörðun þar sem Óskar lagði upp og skoraði til að tryggja Fylkismönnum sigurinn en það er ljós að hann er mikill fan favorite í Árbænum.

„Þau öskruðu nafnið mitt og ég hugsaði bara um að skora fyrir þá og ég deliveraði. Ég er að vinna í Árbæjarskóla og að þjálfa hérna í Fylki þannig ég þekki alla þessa krakka."

Rætt er við Óskar Borgþórsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner