Fylkismenn tóku á móti hafnfirðingunum í FH í kvöld þegar lokaleikir 3.umferðar Bestu deildar karla fór fram.
Fylkismenn voru fyrir umferðina stigalausir og í leit af sínum fyrstu stigum á meðan FH voru ósigraðir með einn sigur og jafntefli undir beltinu fyrir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 2 FH
„Geggjuð! Þrjú stig á heimavelli og stúkan var ekkert eðlilega góð sem var bara geggjað!" Sagði hverfishetjan í Árbænum Óskar Borgþórsson.
FH jafnaði leikinn í 2-2 þegar rúmlega 80 mínútur voru liðnar af leiknum en Óskar vildi þó ekki meina að það hafi farið um þá vellinum við það.
„Nei nei, við vorum bara pollrólegir á vellinum og stúkan var okkar tólfti maður og þau voru að berja okkur áfram og við héldum bara áfram og unnum leikinn."
Það vakti athygli að stúkan söng nafn Óskars og óskuðu eftir honum inn á völlinn sem Rúnar Páll varð við sem reyndist frábær ákvörðun þar sem Óskar lagði upp og skoraði til að tryggja Fylkismönnum sigurinn en það er ljós að hann er mikill fan favorite í Árbænum.
„Þau öskruðu nafnið mitt og ég hugsaði bara um að skora fyrir þá og ég deliveraði. Ég er að vinna í Árbæjarskóla og að þjálfa hérna í Fylki þannig ég þekki alla þessa krakka."
Rætt er við Óskar Borgþórsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |