lau 24. ágúst 2019 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Guðni á toppinn - Rúnar Alex fékk tvö á sig
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Krasnodar gerði 1-1 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í toppbaráttu efstu deildar rússneska boltans í dag.

Lokomotiv er með sterkt lið og voru Vedran Corluka og Benedikt Höwedes meðal byrjunarliðsmanna. Grzegorz Krychowiak, fyrrum miðjumaður Sevilla og PSG, byrjaði einnig inná og skoraði hann eftir fimm mínútna leik.

Magomed-Shapi Suleymanov jafnaði þó fyrir leikhlé og var ekki meira skorað þrátt fyrir opinn og skemmtilegan leik.

Liðin eru saman á toppi deildarinnar ásamt Zenit, með 14 stig eftir 7 umferðir.

Krasnodar 1 - 1 Lokomotiv Moskva
0-1 Grzegorz Krychowiak ('5)
1-1 Magomed-Shapi Suleymanov ('42)

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon í 0-2 tapi gegn Bordeaux í efstu deild franska boltans.

Bordeaux átti aðeins þrjú skot á rammann í leiknum gegn einu frá Dijon.

Rúnar og félagar eru stigalausir eftir þrjár fyrstu umferðirnar, með markatöluna 1-5.

Dijon 0 - 2 Bordeaux
0-1 U. Hwang ('11)
0-2 L. Bento ('47)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner