Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 24. september 2020 19:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Almarr: Yfirleitt er vinstri fóturinn ekki svona góður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur eins og eftir öll jafnteflin í sumar. Sérstaklega hérna á heimavelli vil ég fá öll þrjú stigin. Það er aðeins auðveldara að kyngja jafnteflinu eftir að hafa lent undir," sagði Almarr Ormarsson, fyrirliði og markaskorarari KA, eftir jafntefli gegn HK.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Jafnteflin eru orðin tíu talsins á leiktíðinni. Hvað þarf KA að gera til að breyta þessu í sigra?

„Skora fleiri mörk, skapa fleiri og betri færi. Það hefur verið akkilesarhæll okkar í sumar. Mér finnst við alltaf vera líklegri og líklegri."

Hvað fannst Almari sitt lið gera vel í leiknum?

„Við héldum boltanum vel og mér fannst við færa boltann nokkuð hratt milli kanta. Við stóðum vaktina vel gegn þeirra skyndisóknum, það er það sem ég er sáttur með."

Almarr jafnaði leikinn með frábæru skoti með vinstri fæti utan teigs. Hann hikaði ekkert þegar boltinn féll til hans?

„Nei nei, smá meðvindur og ég er með allt í lagi vinstri fót. Yfirleitt er hann ekki svona góður en það var ekkert annað í stöðunni en að reyna hitta á markið og það tókst sem betur fer. Eftir markið er maður temmilega sáttur með sjálfan sig."

Nánar er rætt við Almarr í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner